Litlar pólitískar vendingar 13. nóvember 2006 00:01 Varla verður sagt að prófkjör helgarinnar gefi vísbendingar um miklar skyndilegar pólitískar vendingar. Sakir stærðar Samfylkingarinnar í Reykjavík hlýtur prófkjör flokksins þar að vera ágætis loftvog til að sjá fyrir hæðir og lægðir í pólitísku veðurfari. En satt best að segja urðu engar þær breytingar á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem gefa vísbendingar um breytta stöðu flokksins á taflborði stjórnmálanna. Kosningaþátttakan í prófkjöri sem opið var utanflokks mönnum verður þó tæplega talin til marks um sérstaka eða óvænta sókn til meiri áhrifa. Það er athyglivert eftir þriggja kjðrtímabila fjarveru úr stjórnarráðinu. Inn á við í þingflokknum sýnist prófkjörið einkum mæla aukinn styrk tveggja þingmanna. Augljóst er að kornungur vraformaður færist nær þeirri stöðu á framboðslistanum sem eðlilega má telja og samræmist því hlutverki. Ágúst Ólafur Ágústsson getur nú fyrir þær sakir beitt sér með áhrifameiri hætti í krafti stöðu sinnar en fram til þessa. Hin niðurstaðan sem lýtur að innri styrkleika einstakra þingmanna er örugg kosning Össurar Skarphéðinssonar nýkjörinns þingflokksformanns í efsta sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum. Í síðustu kosningum varð hann fyrsti jafnaðarmaðurinn í þingsögunni til þess að ná fyrsta þingsæti í Reykjavík frá Sjálfstæðisflokknum. Þó að prófkjörið hafi styrkt þingflokksformanninn inn á við í flokknum er þó óvíst að hann geti endurtekið þann leik frá því síðast. Ugglaust hefur formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vænst þess að fá hærra atkvæðahlutfall með því að enginn atti kapp við hana um efsta sætið. Niðurstaðan verður þó ekki talin eitthvert sérstakt veikleikamerki. Staða formannsins hefur í raun réttri hvorki veikst né styrkst í þessu prófkjöri. Suðvestur kjördæmið var öflugasta vígi Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir fékk mjög afgerandi kosningu sem er skýr vottur um örugga stöðu hennar. Þá vekur athygli að þrír nýir frambjóðendur koma í nokkuð örugg þingsæti. Það er óvenjulega mikil endurnýjun. En mesti pólitíski viðburðurinn í prófkjörum helgarinnar felst þó án efa í kosningu Bjarna Benediktssonar í annað sæti listans. Hún kom að vísu ekki á óvart. En óvanalegt er að jafn ungur Þingmaður án forystuhlutverks nái þeirri stöðu að enginn treystir sér til að keppa við hann um slíkt sæti. Hitt er þó ef til vill vert meiri athygli að hann fær heldur betri kosningu en varaformaðurinn og jafn góða og formaður Sjálfstæðisflokksins fékk í Reykjavík á dögunum. Af þessu verður varla dregin önnur ályktun en sú að Bjarni Benediktsson hafi náð framúr öðrum almennum þingmönnum flokksins og byggt upp sterka áhrifastöðu næst flokksforystunni. Að þessu leyti kunna úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur kjördæmi að segja nokkuð til um framtíðina í íslenskum stjórnmálum. En ein og sér benda þau hins vegar ekki í bráð til óvæntrar þróunar af nokkru tægi. Það gera heldur ekki venju fremur miklar breytingar á stöðu sitjandi þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þó að þær þyki eðlilega nokkur tíðindi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Teppuleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun
Varla verður sagt að prófkjör helgarinnar gefi vísbendingar um miklar skyndilegar pólitískar vendingar. Sakir stærðar Samfylkingarinnar í Reykjavík hlýtur prófkjör flokksins þar að vera ágætis loftvog til að sjá fyrir hæðir og lægðir í pólitísku veðurfari. En satt best að segja urðu engar þær breytingar á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur sem gefa vísbendingar um breytta stöðu flokksins á taflborði stjórnmálanna. Kosningaþátttakan í prófkjöri sem opið var utanflokks mönnum verður þó tæplega talin til marks um sérstaka eða óvænta sókn til meiri áhrifa. Það er athyglivert eftir þriggja kjðrtímabila fjarveru úr stjórnarráðinu. Inn á við í þingflokknum sýnist prófkjörið einkum mæla aukinn styrk tveggja þingmanna. Augljóst er að kornungur vraformaður færist nær þeirri stöðu á framboðslistanum sem eðlilega má telja og samræmist því hlutverki. Ágúst Ólafur Ágústsson getur nú fyrir þær sakir beitt sér með áhrifameiri hætti í krafti stöðu sinnar en fram til þessa. Hin niðurstaðan sem lýtur að innri styrkleika einstakra þingmanna er örugg kosning Össurar Skarphéðinssonar nýkjörinns þingflokksformanns í efsta sæti á öðrum Reykjavíkurlistanum. Í síðustu kosningum varð hann fyrsti jafnaðarmaðurinn í þingsögunni til þess að ná fyrsta þingsæti í Reykjavík frá Sjálfstæðisflokknum. Þó að prófkjörið hafi styrkt þingflokksformanninn inn á við í flokknum er þó óvíst að hann geti endurtekið þann leik frá því síðast. Ugglaust hefur formaður Samfylkingarinnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vænst þess að fá hærra atkvæðahlutfall með því að enginn atti kapp við hana um efsta sætið. Niðurstaðan verður þó ekki talin eitthvert sérstakt veikleikamerki. Staða formannsins hefur í raun réttri hvorki veikst né styrkst í þessu prófkjöri. Suðvestur kjördæmið var öflugasta vígi Sjálfstæðisflokksins í síðustu kosningum. Varaformaðurinn Þorgerður Katrín Gunnarssdóttir fékk mjög afgerandi kosningu sem er skýr vottur um örugga stöðu hennar. Þá vekur athygli að þrír nýir frambjóðendur koma í nokkuð örugg þingsæti. Það er óvenjulega mikil endurnýjun. En mesti pólitíski viðburðurinn í prófkjörum helgarinnar felst þó án efa í kosningu Bjarna Benediktssonar í annað sæti listans. Hún kom að vísu ekki á óvart. En óvanalegt er að jafn ungur Þingmaður án forystuhlutverks nái þeirri stöðu að enginn treystir sér til að keppa við hann um slíkt sæti. Hitt er þó ef til vill vert meiri athygli að hann fær heldur betri kosningu en varaformaðurinn og jafn góða og formaður Sjálfstæðisflokksins fékk í Reykjavík á dögunum. Af þessu verður varla dregin önnur ályktun en sú að Bjarni Benediktsson hafi náð framúr öðrum almennum þingmönnum flokksins og byggt upp sterka áhrifastöðu næst flokksforystunni. Að þessu leyti kunna úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvestur kjördæmi að segja nokkuð til um framtíðina í íslenskum stjórnmálum. En ein og sér benda þau hins vegar ekki í bráð til óvæntrar þróunar af nokkru tægi. Það gera heldur ekki venju fremur miklar breytingar á stöðu sitjandi þingmanna Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi þó að þær þyki eðlilega nokkur tíðindi.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun