Bannið þessa sjúku bók 14. nóvember 2006 12:00 Hugleikur Dagsson Segir sögur sínar í raun ekki ósmekklegar þar sem í þeim leynist sannleikskorn. “Þetta er sá heimur sem við búum í og það gerast slæmir hlutir í næsta húsi.” Allt útlit er fyrir að hagsmunasamtök á Írlandi muni reyna að fá örmyndasögubók Hugleiks Dagssonar, Should You Be Laughing At This?, bannaða þar í landi en bókin þykir senda unglingum vægast sagt varasöm skilaboð. The Irish Sun birti nýlega frétt um bókina með stríðsfyrirsögninni "Bannið þessa sjúku bók" en undir henni var rætt við Majella Ryan, talskonu barnahagsmunasamtakanna CARI, þar sem hún fullyrðir að reynt muni verða að hefta dreifingu bókarinnar í landinu. "Þetta er bara æsifréttamennska," segir Hugleikur og kippir sér ekki upp við ofsafengin viðbrögðin á Írlandi. "Kannski hefur þetta fólk alveg rétt fyrir sér. Þetta eru afar ósmekklegar sögur og ég hef þannig séð engan rétt til að gera grín að þessum hlutum þannig að ég er ekkert hissa á því að fólk sé reitt," bætir Hugleikur við. Majella segist ekki skilja hvað fékk Penguin til að gefa hana út á Bretlandseyjum. "Bókin er svo hræðileg að ég veit varla hvar ég á að byrja," segir hún. "Henni er greinilega beint til unglinga og er mjög móðgandi og sendir mjög hættuleg skilaboð," segir Majella og tiltekur sjálfsmorð, morð og sifjaspell sem viðkvæma hluti sem Hugleikur skopast að. Hugleikur neitar því ekki að þessi hörðu viðbrögð kitli sig svolítið. "Þetta er skemmtilegt að vissu leyti og það er gott að fá þennan pól í þetta. Við Íslendingar erum svo kaldir og náum kaldhæðninni eins og skot og þó við séum undan Írum þá eru í það minnsta ekki þessir tilteknu Írar að fatta þetta," segir Hugleikur og bendir jafnframt á að hann viti fyrir víst að margir Írar séu hrifnir af sögum sínum. Bókinni hefur verið vel tekið í Bretlandi en Penguin steig varlega til jarðar og treysti sér til að mynda ekki til að halda upprunalegum titli hennar sem var "Avoid Us" og breytti honum í spurninguna "Ættir þú að hlæja að þessu?" Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Allt útlit er fyrir að hagsmunasamtök á Írlandi muni reyna að fá örmyndasögubók Hugleiks Dagssonar, Should You Be Laughing At This?, bannaða þar í landi en bókin þykir senda unglingum vægast sagt varasöm skilaboð. The Irish Sun birti nýlega frétt um bókina með stríðsfyrirsögninni "Bannið þessa sjúku bók" en undir henni var rætt við Majella Ryan, talskonu barnahagsmunasamtakanna CARI, þar sem hún fullyrðir að reynt muni verða að hefta dreifingu bókarinnar í landinu. "Þetta er bara æsifréttamennska," segir Hugleikur og kippir sér ekki upp við ofsafengin viðbrögðin á Írlandi. "Kannski hefur þetta fólk alveg rétt fyrir sér. Þetta eru afar ósmekklegar sögur og ég hef þannig séð engan rétt til að gera grín að þessum hlutum þannig að ég er ekkert hissa á því að fólk sé reitt," bætir Hugleikur við. Majella segist ekki skilja hvað fékk Penguin til að gefa hana út á Bretlandseyjum. "Bókin er svo hræðileg að ég veit varla hvar ég á að byrja," segir hún. "Henni er greinilega beint til unglinga og er mjög móðgandi og sendir mjög hættuleg skilaboð," segir Majella og tiltekur sjálfsmorð, morð og sifjaspell sem viðkvæma hluti sem Hugleikur skopast að. Hugleikur neitar því ekki að þessi hörðu viðbrögð kitli sig svolítið. "Þetta er skemmtilegt að vissu leyti og það er gott að fá þennan pól í þetta. Við Íslendingar erum svo kaldir og náum kaldhæðninni eins og skot og þó við séum undan Írum þá eru í það minnsta ekki þessir tilteknu Írar að fatta þetta," segir Hugleikur og bendir jafnframt á að hann viti fyrir víst að margir Írar séu hrifnir af sögum sínum. Bókinni hefur verið vel tekið í Bretlandi en Penguin steig varlega til jarðar og treysti sér til að mynda ekki til að halda upprunalegum titli hennar sem var "Avoid Us" og breytti honum í spurninguna "Ættir þú að hlæja að þessu?"
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hafa aldrei rifist Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Lífið Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið