Nýja viðbótin á verslunarmarkaðnum, Liborius við Mýrargötu, hefur gefið sig út fyrir að vera ekki bara fataverslun. Það var aldeilis sýnt og sannað á laugardaginn en þá hélt Daníel Ágúst Haraldsson tónleika inni í búðinni með fullskipaða hljómsveit.
Í versluninni er svið og hefur eigandinn, Jón Sæmundur Auðarson, sagt að svona uppákomur verði reglulega í búðinni, en þá verður fatnaðurinn tekinn í burtu, enda allar innréttingar færanlegar.
Fjölmenni var á tónleikunum og virtust allir skemmta sér hið besta.