Petula Clark til landsins í desember 15. nóvember 2006 11:30 Petula Clark Er söluhæsta söngkona Breta fyrr og síðar en hún hefur selt yfir sjötíu milljónir platna. Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim. Petula Clark mun þar syngja ásamt hinni norsku Sissel Kirkjebö á Frostroses: European Divas en tónleikarnir leysa af hólmi hinar íslensku Frostrósir og eru beint framhald af því verkefni. Clark mun einnig syngja í sérstakri sjónvarpsútsendingu sem tekin verður upp í Hallgrímskirkju en ekki verður selt inn á þá tónleika sem væntanlega verða sendir út til fjölda Evrópulanda. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Ragnhildur Gísladóttir verði fulltrúi Íslendinga á tónleikunum en hún hefur látið fremur lítið fyrir sér fara að undanförnu. Clark mun syngja Silent Night, eða Heims um ból, í Laugardalshöllinni auk þess sem hin virta söngkona tekur þátt í nokkrum atriðum með hinum dívunum fjórum sem tilkynntar verða í dag. Forsvarsmenn Frost, sem halda tónleikana, vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Petula Clarke ætti að vera flestum tónlistar-unnendum að góðu kunn en hún hefur verið að í nálægt hálfa öld. Hún varð stjarna aðeins ellefu ára gömul þegar hún söng fyrir breska herliða sem börðust gegn yfirgangi þýskra nasista. Hún fluttist síðan til Frakklands og náði þar miklum árangri en sneri aftur heim og sló í gegn með slögurum á borð við Downtown og Don't Sleep on the Subway. Clark var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í söngvarmyndinni The Finian's Rainbow þar sem hún var í aðalhlutverki á móti goðsögninni Fred Astaire og hefur auk þess unnið til tvennra Grammy- verðlauna og verið boðin innganga í The Grammy Hall of Fame. Clark hefur selt í kringum sjötíu milljónir platna um allan heim og er söluhæsta söngkona Breta. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda í Frakklandi og er söluhæsti listamaðurinn þar í landi og því ljóst að hér er um hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistaráhugamenn. Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Sannkallaðir stórtónleikar verða í Laugardalshöllinni 5. desember en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins mun breska goðsögnin Petula Clark koma fram á þeim. Petula Clark mun þar syngja ásamt hinni norsku Sissel Kirkjebö á Frostroses: European Divas en tónleikarnir leysa af hólmi hinar íslensku Frostrósir og eru beint framhald af því verkefni. Clark mun einnig syngja í sérstakri sjónvarpsútsendingu sem tekin verður upp í Hallgrímskirkju en ekki verður selt inn á þá tónleika sem væntanlega verða sendir út til fjölda Evrópulanda. Heimildir Fréttablaðsins herma jafnframt að Ragnhildur Gísladóttir verði fulltrúi Íslendinga á tónleikunum en hún hefur látið fremur lítið fyrir sér fara að undanförnu. Clark mun syngja Silent Night, eða Heims um ból, í Laugardalshöllinni auk þess sem hin virta söngkona tekur þátt í nokkrum atriðum með hinum dívunum fjórum sem tilkynntar verða í dag. Forsvarsmenn Frost, sem halda tónleikana, vildu ekki tjá sig um málið þegar Fréttablaðið hafði samband við þá. Petula Clarke ætti að vera flestum tónlistar-unnendum að góðu kunn en hún hefur verið að í nálægt hálfa öld. Hún varð stjarna aðeins ellefu ára gömul þegar hún söng fyrir breska herliða sem börðust gegn yfirgangi þýskra nasista. Hún fluttist síðan til Frakklands og náði þar miklum árangri en sneri aftur heim og sló í gegn með slögurum á borð við Downtown og Don't Sleep on the Subway. Clark var tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í söngvarmyndinni The Finian's Rainbow þar sem hún var í aðalhlutverki á móti goðsögninni Fred Astaire og hefur auk þess unnið til tvennra Grammy- verðlauna og verið boðin innganga í The Grammy Hall of Fame. Clark hefur selt í kringum sjötíu milljónir platna um allan heim og er söluhæsta söngkona Breta. Hún nýtur einnig mikilla vinsælda í Frakklandi og er söluhæsti listamaðurinn þar í landi og því ljóst að hér er um hvalreka að ræða fyrir íslenska tónlistaráhugamenn.
Menning Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira