Ætlum okkur að komast upp úr riðlinum 17. nóvember 2006 00:01 Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega." Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Keflavík leikur í kvöld sinn annan leik í Áskorendakeppni Evrópu í körfubolta. Liðið mætir BC Dnipro frá Úkraínu og býst Sigurður Ingimundarson þjálfari við erfiðum leik. Keflavík tapaði í síðustu viku fyrir tékknesku liði ytra og verður sem fyrr að stóla fyrst og fremst á heimavöllinn til að safna stigum. Fjögur lið eru í riðlinum og komast tvö efstu í 16-liða úrslit. „Mér líst vel á þennan leik. Þetta lið er ekki síðra en tékkneska liðið sem við mættum í síðustu viku en ef við spilum af fullum krafti er möguleikinn fyrir hendi. Við erum að mæta liði sem er klárlega betra en við en við höfum ýmislegt okkur í hag, meðal annars heimavöllinn og þá miklu stemningu sem ríkir þar. Með fólkið á bakvið okkur getum við allt," sagði Sigurður. Hann bætir því við að Úkraínumennirnir muni vafalaust koma til með að vanmeta lið Keflavíkur og það muni vinna með þeim. Keflavík hefur tekið þátt í þessari keppni síðustu þrjú ár og alltaf komist í 16-liða úrslit. Hann segir að stefnan sé hiklaust sett á að komast aftur þangað og svo í fjórðungsúrslit. „Við höfum alltaf staðið okkur ágætlega en alltaf strandað á sama staðnum. En við ætlum okkur að gera betur en áður og viljum fara lengra í þetta skiptið." Hann segir að allir leikmenn séu klárir í slaginn. „Við spiluðum illa í Tékklandi og vorum hreinlega jarðaðir allan leikinn. Ég vona að menn nýti sér það í kvöld. Varnarleikurinn verður án efa mikilvægur en við höfum einnig verið að spila heldur óskynsamlega upp á síðkastið, misst boltann of oft, tekið of fá skot og hitt illa. En það er eitthvað sem segir mér að þetta eigi allt eftir að smella vel hjá okkur í leiknum. Ég hef góða tilfinningu fyrir honum." Jóhann D. Albertsson, betur þekktur sem Joey Drummer, er einn aðalstuðningsmaður liðsins og segir að áhorfendur þurfi að mæta snemma. „Það verður allt vitlaust á pöllunum. Við slökkvum öll ljós í húsinu fyrir leik og verðum með alvöru kynningu á leikmönnum með tilheyrandi ljósasýningu. Svo munum við ganga í alla skóla í Keflavík í dag með erlendu leikmönnunum okkar og fá krakkana með okkur. En ég ítreka að það þurfa allir að mæta tímanlega."
Dominos-deild karla Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira