Á lag í bandarískum kántrí-raunveruleikaþætti 18. nóvember 2006 09:30 Gis Jóhannsson. Gafst upp á því að búa í LA og flutti til Nashville. Ferill hans sem kántrýsöngvara tók mikinn kipp við flutningana. Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gísli Jóhannsson, betur þekktur sem Gis, hefur loksins látið gamlan draum rætast og komið sér fyrir í mekka kantrí-tónlistarinnar, Nashville. „Hérna er nú bara rok og rigning,“ segir Gísli þegar Fréttablaðið hafði samband við hann. Tónlistarmaðurinn hafði verið búsettur í Los Angeles í rúman áratug en ákvað loks að láta slag standa, rífa sig upp og halda til Nashville. „Ég ákvað að prófa að miðstýra ferlinum frá Los Angeles en það gekk ekki því umboðsskrifstofan mín er hérna í Nashville og plötufyrirtækið líka,“ útskýrir Gísli. Og hinn íslenski kúreki var varla fyrr búinn að koma sér fyrir en að hjólin fóru að snúast fyrir alvöru. „Ég samdi lag sem heitir No Regrets og fékk til mín nokkra lagahöfunda til að aðstoða mig,“ segir Gísli. „Áður en ég vissi af var sjónvarpsstöðin CMT, sem er kántrítónlistarstöð, búin að hafa samband við mig og vildu fá að nota lagið í raunveruleikaþáttaröð um einhverja landkrabba sem vilja gerast alvöru ródeó-knapar,“ segir Gísli. „Þeir vildu fá að nota lag sem var ekki einu sinni fullklárað,“ útskýrir Gísli en þátturinn fer í loftið í janúar. Tónlistarmaðurinn viðurkennir líka að í Nashville svífi einhver sérstakur andi og ef til vill séu Nashville og Los Angeles alls ekki svo ólík þegar allt kemur til alls. „Í LA eru allir leikarar en hérna eru allir lagasmiðir,“ segir Gísli og hlær. Tónlistarmaðurinn festi kaup á bústað niðri við Old Hickory-vatnið í Hendorsville sem er rétt fyrir utan miðborg Nashville. Aðdáendur Johnny Cash ættu að kannast við þetta svæði því þarna bjó hann ásamt June Carter í villu við vatnið sem diskó-kóngurinn Barry Gibb festi kaup á í janúar á þessu ári. „Ég á nú eftir að banka upp á hjá honum og athuga hvernig hann hefur það,“ segir Gísli og hlær. „Mér skilst hins vegar að hluti af myndinni Walk the Line hafi verið tekinn upp þarna við vatnið,“ útskýrir Gísli, augljóslega kominn á hárréttan stað.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira