Bono, söngvari U2, og rokksveitin Pearl Jam komu óvænt fram saman á tónleikum í Ástralíu sem báru yfirskriftina „Make Poverty History“.
Sungu þeir félagar Bono og Eddie Vedder lag Neil Young, Rockin in the Free World.
Að því loknu hvatti Bono áheyrendurna, sem voru fjórtán þúsund, til að útrýma fátækt í heiminum og hvetja stjórnmálamenn til að berjast fyrir málefninu. Tónleikarnir voru haldnir á sama tíma og fjármálaráðherrar og bankamenn víðs vegar að úr heiminum hittust í Melbourne til að ræða málin.