Erlent

Hörmungarnar gætu versnað

Jan Egeland
Jan Egeland

Hörmungarnar í Darfur- héraði í Súdan gætu versnað til muna ef friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna og Afríkubandalagsins ganga ekki skjótt til verks, að sögn Jan Egeland, yfirmanns mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum. Samþykkt hefur verið að senda 200.000 friðargæsluliða til héraðsins.

„Þetta er stund sannleikans fyrir Darfur,“ sagði Egeland við blaðamenn í gær. „Mun þessi stærsta mannúðaraðgerð heims mistakast eða heppnast?“

Um fjórar milljónir manna í Darfur treysta nú á alþjóðlega neyðaraðstoð til að lifa af, en um 200 þúsund manns hafa látist í átökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×