Erlent

Drápu trylltan nashyrning

Breskir hermenn, sem villtust við heræfingar í Kenía á föstudag, drápu hvítan nashyrning sem réðst að þeim. Hvítir nashyrningar eru í útrýmingarhættu og aðeins um 170 eftir í Kenía, en hermennirnir sögðust ekki hafa átt annarra kosta völ.

Áður voru um 20 þúsund hvítir og svartir nashyrningar í Kenía, en fjöldi þeirra hefur snarminnkað vegna veiðiþjófa sem ásælast horn þeirra. Hvítir nashyrningar geta orðið allt að 2,7 tonn að þyngd og eru næststærstu landdýrin á eftir fílum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×