Erlent

Sænska stjórnin óvinsæl

Fredrik Reinfeldt
Fredrik Reinfeldt

Ríkisstjórn bandalags hægri- og miðflokkanna í Svíþjóð er nú orðin óvinsælli en bandalag stjórnarandstöðuflokkanna. Þetta kemur fram í niðurstöðum skoðanakönnunar sem birtar voru í gær.

Núverandi ríkisstjórn komst til valda eftir kosningarnar í september síðastliðnum en röð hneykslismála hefur dregið úr vinsældum stjórnarinnar. Stjórnarflokkarnir njóta nú 43,8 prósenta fylgis, sem er 4 prósentum minna en í kosningunum. Á meðan nýtur stjórnarandstaðan stuðnings 51,2 prósenta kjósenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×