Erlent

Yfir 50 flóttamenn grunaðir

Sumir hinna grunuðu eru frá lýðveldum gömlu Júgóslavíu.
Sumir hinna grunuðu eru frá lýðveldum gömlu Júgóslavíu. MYND/afp

Yfir fimmtíu útlendingar, sem hafa fengið hæli eða dvelja í Noregi, eru grunaðir um að hafa átt aðild að stríðsglæpum eða glæpum gegn mannkyni. Þetta hefur fréttavefur norska blaðsins VG eftir Espen Erdal hjá rannsóknarlögreglunni. Hann segir að listinn yfir útlendinga í landinu sem grunaðir eru um slíka glæpi lengist stöðugt.

Króatísk yfirvöld hafa farið fram á framsal Króata sem dvalið hefur í Noregi síðan árið 1998, en hann var dæmdur árið 2000 í tólf ára fangelsi í heimalandinu fyrir stríðsglæpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×