Erlent

Hætt að reykja opinberlega

Margrét Þórhildur Danadrottning er hætt að reykja opinberlega, þó að heima í Amalíuborgarhöllinni séu allir öskubakkar enn í fullri notkun. Þetta kom fram á fréttavef Politiken í gær.

Drottningin tók þátt í árshátíð Kaupmannahafnarháskóla í síðustu viku og tóku þá margir eftir því að stórreykingakonan hafði skilið sígaretturnar eftir heima. Að sögn Lis M. Frederiksen, talskonu hirðarinnar, var engri gleymsku um að kenna.

„Þú munt aldrei sjá drottninguna reykja opinberlega framar," hefur Politiken eftir Frederiksen.

Hinrik prins, eiginmaður Margrétar, og Friðrik krónprins eru báðir hættir að reykja.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×