Sælir með söngkonuleysi 28. nóvember 2006 14:30 Valur Heiðar Sævarsson segir sveitina vera orðna rokkaðri og er hæstánægður með nýju plötuna. fréttablaðið/stefán „Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva . Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
„Við erum bara búnir að vera í híði. 1500 dagar er eiginlega tíminn sem hefur liðið frá því að síðasta plata kom út,“ sagði Valur Heiðar Sævarsson, en hljómsveit hans, Buttercup, hefur nýverið gefið út plötuna 1500 dagar. Sveitin er nú söngkonulaus, og sagði Valur það leggjast vel í meðlimi. „Þetta er alveg flækjulaust, konur eru bara vesen,“ sagði Valur um söngkonuleysið og hló við. „Nei, við byrjuðum svona og vorum svona í þrjú ár svo við kunnum þetta alveg,“ sagði Valur. „Við höfum líka þróast út í svolítið rokkaðra þema, svo þetta hentar mjög vel.“ Rokkaðri hljómur sveitarinnar er meðal þess sem fékk kumpánana úr útvarpsþættinum Capone til að gefa plötunni fjórar stjörnur. „Við höfum nú ekki átt upp á pallborðið hjá þessum köppum,“ sagði Valur, aðspurður hvort dómurinn hefði komið honum á óvart. „Þetta er auðvitað ánægjulegt, þeir drulla að minnsta kosti ekki yfir okkur,“ sagði hann hlæjandi. „En við höfum sjálfir aldrei verið ánægðari með plötu,“ bætti hann við. Buttercup hefur ekki uppi nein áform um að snúa aftur á sveitaballamarkaðinn. „Við fengum bara alveg nóg af því, þetta er ekki mjög heillandi til lengdar,“ sagði Valur, en sveitin stundaði sveitaböllin nánast linnulaust í fimm ár. „Við ætlum frekar að halda tónleika og svo erum við komnir með hugmynd að næstu plötu, sem verður vonandi ekki 1500 daga í gerjun,“ sagði Valur. Íris Kristinsdóttir Söng með Buttercup á árum áður, en meðlimir sveitarinnar eru í dag ánægðir með söngkonuleysið. fréttablaðið/gva .
Menning Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Fleiri fréttir Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“