Óska eftir tíu milljónum 28. nóvember 2006 12:30 Guðmundur Ingi vill að Reykjavíkurborg styrki starfsemi Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar. Stjórn Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, sem hefur hýst fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum, hefur óskað eftir tíu milljónum frá Reykjavíkurborg til að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Fái hún ekki stuðning verður starfseminni að Hólmaslóð 2 að öllum líkindum hætt í janúar. „Við erum að vinna í því að fá ríki og borg til að koma að þessu og styðja þetta eins og þau gera varðandi aðrar tómstundir fyrir ungt fólk,“ segir stjórnarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í fjögur ár og hvorki ríki né borg hafa veitt þessu stuðning að einhverju ráði.“ „Þetta var aldrei ætlunin að þetta yrði gróðastarfsemi eða að krakkarnir yrðu látnir standa straum að þessu. Það var alla tíð vonin að yfirvöld kæmu að rekstrinum. Hitt húsið var með svona aðstöðu til skamms tíma en hún var lögð niður,“ segir hann. „Það er gríðarleg þörf fyrir þetta,“ segir Guðmundur. „Ef starfsemin verður lögð niður verða 250 til 300 tónlistarmenn á götunni. Hlutir eins og Airwaves og fleiri ættu að sannfæra menn um að íslenskt tónlistarlíf á það skilið að verða tekið alvarlega.“ Vegna þrýstings frá stuðningsfólki Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar lagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, í gær fram fyrirspurn á fundi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur þar sem hann óskaði eftir greinagerð um stöðu málefna miðstöðvarinnar. Þar kemur fram að leita skuli leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi miðstöðvarinnar. Í Tónlistarþróunarmiðstövðinni eru fimmtán fullbúin æfingarými og salur til tónleikahalds. Yfirleitt deila þrjár hljómsveitir hverju rými og æfa nú í húsinu um fimmtíu hljómveitir, eða um 250 manns. Félagsmenn í félagi um Tónlistarþróunarmiðstöð eru um 750 talsins og fjölgar stöðugt. Hver hljómsveit borgar 25 þúsund krónur fyrir að fá að æfa í miðstöðinni. Staðan í dag er aftur á móti sú að afnotagjöldin og afnot af tónleikasalnum sem er í boði ná einungis yfir 50% af raunverulegum rekstrargjöldum. Í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar er bannað að vera með áfengi. Þar er alltaf eftirlitsmaður, auk þess sem öryggiskerfi fylgist með því að allt gangi vel fyrir sig. Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Stjórn Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, sem hefur hýst fjöldann allan af íslenskum hljómsveitum, hefur óskað eftir tíu milljónum frá Reykjavíkurborg til að halda rekstri stöðvarinnar áfram. Fái hún ekki stuðning verður starfseminni að Hólmaslóð 2 að öllum líkindum hætt í janúar. „Við erum að vinna í því að fá ríki og borg til að koma að þessu og styðja þetta eins og þau gera varðandi aðrar tómstundir fyrir ungt fólk,“ segir stjórnarmaðurinn Guðmundur Ingi Þorvaldsson. „Við erum búin að vera að byggja þetta upp í fjögur ár og hvorki ríki né borg hafa veitt þessu stuðning að einhverju ráði.“ „Þetta var aldrei ætlunin að þetta yrði gróðastarfsemi eða að krakkarnir yrðu látnir standa straum að þessu. Það var alla tíð vonin að yfirvöld kæmu að rekstrinum. Hitt húsið var með svona aðstöðu til skamms tíma en hún var lögð niður,“ segir hann. „Það er gríðarleg þörf fyrir þetta,“ segir Guðmundur. „Ef starfsemin verður lögð niður verða 250 til 300 tónlistarmenn á götunni. Hlutir eins og Airwaves og fleiri ættu að sannfæra menn um að íslenskt tónlistarlíf á það skilið að verða tekið alvarlega.“ Vegna þrýstings frá stuðningsfólki Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar lagði Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúi, í gær fram fyrirspurn á fundi í menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkur þar sem hann óskaði eftir greinagerð um stöðu málefna miðstöðvarinnar. Þar kemur fram að leita skuli leiða til að tryggja áframhaldandi starfsemi miðstöðvarinnar. Í Tónlistarþróunarmiðstövðinni eru fimmtán fullbúin æfingarými og salur til tónleikahalds. Yfirleitt deila þrjár hljómsveitir hverju rými og æfa nú í húsinu um fimmtíu hljómveitir, eða um 250 manns. Félagsmenn í félagi um Tónlistarþróunarmiðstöð eru um 750 talsins og fjölgar stöðugt. Hver hljómsveit borgar 25 þúsund krónur fyrir að fá að æfa í miðstöðinni. Staðan í dag er aftur á móti sú að afnotagjöldin og afnot af tónleikasalnum sem er í boði ná einungis yfir 50% af raunverulegum rekstrargjöldum. Í húsnæði Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar er bannað að vera með áfengi. Þar er alltaf eftirlitsmaður, auk þess sem öryggiskerfi fylgist með því að allt gangi vel fyrir sig.
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira