Fortíðin er núna 29. nóvember 2006 16:00 Stjörnur: 3 Svavar Pétur og 20. öldin er fyrsta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem áður hefur sent frá sér ljóðabækur og fengist við þýðingar og kvikmyndagerð. Titilpersóna sögunnar er bankastarfsmaðurinn Svavar, litlítil luðra sem fær það óvenjulega verkefni að flytja lík Johns Lennons til Íslands, nánar tiltekið til Kópavogs sem er ólíkleg staðfræðileg miðja sögunnar. Þar á að reisa einhvers konar minningarreit eða lifandi safn um 20. öldina þar sem Lennon heilsar gestum í innsiglingunni líkt og Frelsisstyttan í Bandaríkjunum og þeir fá síðan að njóta næðis í „friðsemdarfaðmi" síðustu aldar. Sagan greinir síðan frá raunum Svavars Péturs og basli við þetta verkefni en þó kemur á daginn að hann þarf ósköp lítið að gera þar sem atburðastýran Ástríður tekur af honum öll völd. Nýfengið hlutskipti hans er því fyrst og síðast að rifja upp fortíð sína og reyna að ná tökum á nútímanum. Sögusviðið er um margt áhugavert og vekur upp forvitnileg hugrenningatengsl þar sem andrúmsloftið minnir á köflum á vísindaskáldskap en stundum hrottalega mikið á eitthvað sem gæti alveg eins gerst eða hefur gert það nú þegar. Meginstef bókarinnar eru kunnugleg ímyndarvæðingu tíðarandans, endursköpun fortíðarinnar, tengslaleysi og yfirdrifin framkvæmdagleði sem peðið, Svavar Pétur, týnist í. Honum er úthlutað yfir-pródúseruðu hlutverki í gangverki markaðarins sem hann leysir af hendi með sama sóma og hefur einkennt allt hans líf sem hefur einfaldega „liðið" þar sem Svavar Pétur er mjög seinþreyttur til vandræða. Textinn rennur vel en er á köflum flaumósa og lýjandi aflestrar þar sem söguhöfundinum liggur mikið á hjarta, hann flakkar stöðugt um í tíma og milli misígrundaðra hugmynda. Svavar Pétur sjálfur er undarlega óspennandi en heillandi persóna en hann er í raun erkitýpan af íslenskri karlhetju. Ímyndasköpun nútímans bendir til þess að frumgerð íslensku karlhetjunnar ætti að vera einhvers konar bankamaður, framtakssamt og aðsópsmikið ofurmenni á viðskiptasviðinu en ekki aumur miðaldra skrifstofuþræll sem eins og sjálfsprottinn úr íslensku malbiki. Í samhengi við íslenska bókmennta- og kvikmyndasögu er þó hinn linkulegi Svavar Pétur nærri lagi sem hinn ósvikni Íslendingur. Svavar er sögumaður verksins en það gætir misræmis í litlausri persónu Svavars og fyrirferðarmiklum spekingslegum þankagangi auk þess sem talandi hans rennur saman við aðrar persónur. Aðrar persónur sögunnar virka eins og hológröm í samanburði, ekki síst atburðastýran Ástríður og vísindamaðurinn Magnús sem ber víst ábyrgð á herlegheitunum og nútímanum í sögunni. Bókina mætti raunar lesa sem uppgjör við 20. öldina, við stórar hugmyndir hennar um friðinn, einkalífið og ástina sem Svavar Pétur er sífellt að hnjóta um. Þetta er hins vegar máttlaust uppgjör og kannski meira uppgjöf ef póllinn er tekinn í hæð Svavars sem rennur á endanum saman við atburðaævintýrið. Bókin sjálf er síðan skrifuð sem nokkuð fyrirsjáanlegur hluti af þeim samruna. Kristrún Heiða Hauksdóttir Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Svavar Pétur og 20. öldin er fyrsta skáldsaga Hauks Más Helgasonar sem áður hefur sent frá sér ljóðabækur og fengist við þýðingar og kvikmyndagerð. Titilpersóna sögunnar er bankastarfsmaðurinn Svavar, litlítil luðra sem fær það óvenjulega verkefni að flytja lík Johns Lennons til Íslands, nánar tiltekið til Kópavogs sem er ólíkleg staðfræðileg miðja sögunnar. Þar á að reisa einhvers konar minningarreit eða lifandi safn um 20. öldina þar sem Lennon heilsar gestum í innsiglingunni líkt og Frelsisstyttan í Bandaríkjunum og þeir fá síðan að njóta næðis í „friðsemdarfaðmi" síðustu aldar. Sagan greinir síðan frá raunum Svavars Péturs og basli við þetta verkefni en þó kemur á daginn að hann þarf ósköp lítið að gera þar sem atburðastýran Ástríður tekur af honum öll völd. Nýfengið hlutskipti hans er því fyrst og síðast að rifja upp fortíð sína og reyna að ná tökum á nútímanum. Sögusviðið er um margt áhugavert og vekur upp forvitnileg hugrenningatengsl þar sem andrúmsloftið minnir á köflum á vísindaskáldskap en stundum hrottalega mikið á eitthvað sem gæti alveg eins gerst eða hefur gert það nú þegar. Meginstef bókarinnar eru kunnugleg ímyndarvæðingu tíðarandans, endursköpun fortíðarinnar, tengslaleysi og yfirdrifin framkvæmdagleði sem peðið, Svavar Pétur, týnist í. Honum er úthlutað yfir-pródúseruðu hlutverki í gangverki markaðarins sem hann leysir af hendi með sama sóma og hefur einkennt allt hans líf sem hefur einfaldega „liðið" þar sem Svavar Pétur er mjög seinþreyttur til vandræða. Textinn rennur vel en er á köflum flaumósa og lýjandi aflestrar þar sem söguhöfundinum liggur mikið á hjarta, hann flakkar stöðugt um í tíma og milli misígrundaðra hugmynda. Svavar Pétur sjálfur er undarlega óspennandi en heillandi persóna en hann er í raun erkitýpan af íslenskri karlhetju. Ímyndasköpun nútímans bendir til þess að frumgerð íslensku karlhetjunnar ætti að vera einhvers konar bankamaður, framtakssamt og aðsópsmikið ofurmenni á viðskiptasviðinu en ekki aumur miðaldra skrifstofuþræll sem eins og sjálfsprottinn úr íslensku malbiki. Í samhengi við íslenska bókmennta- og kvikmyndasögu er þó hinn linkulegi Svavar Pétur nærri lagi sem hinn ósvikni Íslendingur. Svavar er sögumaður verksins en það gætir misræmis í litlausri persónu Svavars og fyrirferðarmiklum spekingslegum þankagangi auk þess sem talandi hans rennur saman við aðrar persónur. Aðrar persónur sögunnar virka eins og hológröm í samanburði, ekki síst atburðastýran Ástríður og vísindamaðurinn Magnús sem ber víst ábyrgð á herlegheitunum og nútímanum í sögunni. Bókina mætti raunar lesa sem uppgjör við 20. öldina, við stórar hugmyndir hennar um friðinn, einkalífið og ástina sem Svavar Pétur er sífellt að hnjóta um. Þetta er hins vegar máttlaust uppgjör og kannski meira uppgjöf ef póllinn er tekinn í hæð Svavars sem rennur á endanum saman við atburðaævintýrið. Bókin sjálf er síðan skrifuð sem nokkuð fyrirsjáanlegur hluti af þeim samruna. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Viltu vinna skemmtilegar gjafir fyrir sumardaginn fyrsta? Lífið samstarf Fleiri fréttir Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið