Rússnesk skáld 29. nóvember 2006 08:15 Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Fyrsta skáldakvöldið verður í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, í kvöld og hefst kl. 20. Þar flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809-1852) og skáldskap hans, en Hávallaútgáfan hefur nýlega sent frá sér sagnasafn Gogols Mírgorod og hafði áður gefið út Pétursborgarsögur hans. Lesið verður úr þessum þýðingum, sagt frá forlaginu og útgáfubækur þess liggja frammi. Lítil sýning á bókum og myndum helguð skáldinu Gogol verður sett upp. Annað skáldakvöldið, um Lév Tolstoj (1828-1910), verður 6. des. kl. 20. Þá ræðir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, sem var við nám í rússneskum bókmenntum í Moskvu, um skáldið og lesið verður úr verkum þess, ma. les Baldvin Halldórsson leikari upp úr nýútkominni þýðingu Gunnars Dal, rithöfundar og heimspekings, á smásögum Tolstojs. Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR og það síðasta fyrir jól verður 13. des. og hefst kl. 20. Þá verður fjallað um Vladimír Vysotský (1938-1980), skáld, leikara, tónlistarmann og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðsritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Skáldakynningar MÍR á miðvikudögum eru haldnar í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins, þýðendur og útgefendur og eru síðbúið framhald Rússnesku menningardaganna í Reykjavík í haust. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Félagið MÍR, Menningartengsl Íslands og Rússlands, efnir til kynningar á nokkrum rússneskum skáldum og verkum þeirra nú í vetur. Fyrir jól verða þrjú skáld tekin fyrir: Gogol, Tolstoj og Vysotský. Fyrsta skáldakvöldið verður í MÍR-salnum, Hverfisgötu 105, í kvöld og hefst kl. 20. Þar flytur Árni Bergmann rithöfundur erindi um Nikolaj Vasilevitsj Gogol (1809-1852) og skáldskap hans, en Hávallaútgáfan hefur nýlega sent frá sér sagnasafn Gogols Mírgorod og hafði áður gefið út Pétursborgarsögur hans. Lesið verður úr þessum þýðingum, sagt frá forlaginu og útgáfubækur þess liggja frammi. Lítil sýning á bókum og myndum helguð skáldinu Gogol verður sett upp. Annað skáldakvöldið, um Lév Tolstoj (1828-1910), verður 6. des. kl. 20. Þá ræðir Ingibjörg Elsa Björnsdóttir, sem var við nám í rússneskum bókmenntum í Moskvu, um skáldið og lesið verður úr verkum þess, ma. les Baldvin Halldórsson leikari upp úr nýútkominni þýðingu Gunnars Dal, rithöfundar og heimspekings, á smásögum Tolstojs. Þriðja rússneska skáldakvöldið í MÍR og það síðasta fyrir jól verður 13. des. og hefst kl. 20. Þá verður fjallað um Vladimír Vysotský (1938-1980), skáld, leikara, tónlistarmann og trúbador. Sergej Gúshín sendiráðsritari fjallar um Vysotský og skýrir hvers vegna hann varð eins konar goðsagnapersóna í Sovétríkjunum þegar í lifanda lífi. Skáldakynningar MÍR á miðvikudögum eru haldnar í samvinnu við sendiráð Rússneska sambandsríkisins, þýðendur og útgefendur og eru síðbúið framhald Rússnesku menningardaganna í Reykjavík í haust.
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira