Skemmtilega klikkuð 29. nóvember 2006 10:30 Drunk is Faster er á köflum ein villtasta og skemmtilegasta plata sem heyrst hefur í langan tíma. Helmus und Dalli eru glettilega nálægt því að búa til kolbrjálað meistaraverk, en herslumuninn vantar. Helmus und Dalli er samstarfsverkefni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara með meiru og Helga Svavars Helgasonar trommuleikara. Þeir eru sennilega þekktastir sem meðlimir tríósins Flís, en hafa komið víða við, eru m.a. í Stórsveit Benna Hemm Hemm. Auk þeirra eru margir gestir á plötunni, t.d. President Bongo og Earth úr Gusgus og DJ Magic. Drunk is Faster er í grunninn danstónlistarplata, en ofan á fjölbreytt grúvin hlaða þeir félagar alls konar dóti og útkoman er oft skemmtilega klikkuð sýra. Helmus und Dalli leika sér með ólík afbrigði danstónlistar, t.d. fönk, breakbeat og house og taka svo snarpa beygju yfir í kántrí þegar maður á síst von á því. Þeir matreiða þetta allt á sinn hátt og platan er uppfull af skemmtilegum tilraunum með raddir, sánd og hljóðeffekta. Og svo eru nokkur súr sóló líka. Stundum minnir tónlistin á einhverja brjálaða P-funk orgíu úr smiðju George Clinton, stundum á þá fornfrægu tilraunasveit Residents (t.d. lagið Mr. Ritz), stundum á ekki neitt sem maður hefur nokkru sinni heyrt. Mér finnst þeim Helga og Davíð Þór takast svolítið misvel upp á plötunni. Á stórum köflum er þetta ein skemmtilegasta plata sem maður hefur heyrt í langan tíma; djörf og ófyrirsjáanleg, en annars staðar missa þeir svolítið marks. Mér finnst röflið í laginu Töff og Cool t.d. óþolandi og skemma annars flott lag og lagið I ekki er ekki að gera mikið fyrir mig svo annað dæmi sé tekið. Lögin Broken Heart, Actors, Deep-Fried Monkey, Trying My Best og Mr Ritz eru hins vegar öll snilld. Flottu lögin eru fleiri en þau mislukkuðu og í raun eru þeir Davíð Þór og Helgi glettilega nálægt því að búa til kolbrjálað meistaraverk. Það vantar bara herslumuninn. Trausti Júlíusson Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Helmus und Dalli er samstarfsverkefni Davíðs Þórs Jónssonar píanóleikara með meiru og Helga Svavars Helgasonar trommuleikara. Þeir eru sennilega þekktastir sem meðlimir tríósins Flís, en hafa komið víða við, eru m.a. í Stórsveit Benna Hemm Hemm. Auk þeirra eru margir gestir á plötunni, t.d. President Bongo og Earth úr Gusgus og DJ Magic. Drunk is Faster er í grunninn danstónlistarplata, en ofan á fjölbreytt grúvin hlaða þeir félagar alls konar dóti og útkoman er oft skemmtilega klikkuð sýra. Helmus und Dalli leika sér með ólík afbrigði danstónlistar, t.d. fönk, breakbeat og house og taka svo snarpa beygju yfir í kántrí þegar maður á síst von á því. Þeir matreiða þetta allt á sinn hátt og platan er uppfull af skemmtilegum tilraunum með raddir, sánd og hljóðeffekta. Og svo eru nokkur súr sóló líka. Stundum minnir tónlistin á einhverja brjálaða P-funk orgíu úr smiðju George Clinton, stundum á þá fornfrægu tilraunasveit Residents (t.d. lagið Mr. Ritz), stundum á ekki neitt sem maður hefur nokkru sinni heyrt. Mér finnst þeim Helga og Davíð Þór takast svolítið misvel upp á plötunni. Á stórum köflum er þetta ein skemmtilegasta plata sem maður hefur heyrt í langan tíma; djörf og ófyrirsjáanleg, en annars staðar missa þeir svolítið marks. Mér finnst röflið í laginu Töff og Cool t.d. óþolandi og skemma annars flott lag og lagið I ekki er ekki að gera mikið fyrir mig svo annað dæmi sé tekið. Lögin Broken Heart, Actors, Deep-Fried Monkey, Trying My Best og Mr Ritz eru hins vegar öll snilld. Flottu lögin eru fleiri en þau mislukkuðu og í raun eru þeir Davíð Þór og Helgi glettilega nálægt því að búa til kolbrjálað meistaraverk. Það vantar bara herslumuninn. Trausti Júlíusson
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira