Foringinn í frystihúsinu 29. nóvember 2006 16:15 Stjörnur: 3 Margrét Frímannsdóttir hefur frá upphafi verið með áhugaverðari karakterum á Alþingi. Það var einhvern veginn ljóst að hún haslaði sér völl í pólitíkinni þrátt fyrir karlana í flokki sínum. Eða það grunaði mann. Eftir lestur sögu hennar, hefur sá grunur verið staðfestur. Þar er farið yfir uppvöxt Margrétar á Stokkseyri, nokkuð snúið fjölskyldumunstur hennar og stutta æsku. Sextán ára að aldri ákvað hún sem sagt að nú væri hún orðin fullorðin og tími til kominn að snúa sér að stofnun eigin fjölskyldu ásamt því að vinna í frystihúsinu í plássinu. Eins og allir vita þykir slíkt ekki góð latína. Húsmóðurstarf, frystihús, pláss úti á landi þýðir hreint út sagt að stúlka skellir í lás öllum sínum dyrum að umheiminum og þeim möguleikum sem hann býður upp á. En ekki Margrét. Þvert á móti, hefur hún byggt upp farsælan stjórnmálaferil á þessum aðstæðum. Fyrsti hluti sögunanr virkaði dálítið flatur á mig. Fátt frásagnarvert, allt frekar almennt. Ástæðan er sú að Margrét ólst upp við mikla ástúð og öryggi hjá ömmu sinni og hennar manni - og það er nú einu sinni svo á okkar sjálfshjálpar- og pop-sálfræði tímum að maður er orðinn svo stútfullur af svona „harmsaga æsku minnar" sögum að það tekur nokkurn tíma að kveikja áhuga manns þegar æskan hefur verið - ja, bara alveg ágæt. Þegar kemur að pólitíska þættinum í sögu Margrétar, sem er fljótlega eftir að hún ákvað að hún væri fullorðin, fer hins vegar fjörið af stað og eftir það rígheldur hún. Lesandinn fær að fylgjast með þessari litlu, kokhraustu, en foringjadýrkandi, stelpu mæta á hinn pólitíska leikvang með greindina og orkuna einar að vopni, haldandi að flokksbræður hennar séu samstarfsmenn og samstaðan þar sé ekta. Hún á eftir að komast að raun um annað þegar hún fer að vinna með ofur-karlrembunum í kringum sig - sem aukinheldur eru að kafna úr menntahroka. Smám saman opnast augu Margrétar en því skýrari sem pólitíska myndin og andstaðan innan flokksins verður, eflist hún þeim mun meira og lesandinn fylgist með því hvernig hún þroskast í gegnum starf sitt, þar til svo er komið að henni finnst (eðlilega) ekkert meira varið í sína meintu foringja en sjálfa sig - og ákveður að verða bara sjálf foringinn. Þótt pólitíkin sé fyrirferðarmikill þáttur í sögu Margrétar, er hún fyrst og fremst merkileg sem persónuleg þroskasaga. Hún sýnir, svo ekki verður um villst, hvert stelpur með heilbrigt sjálfsmat, góða greind og kjark geta komist. Hún ætti að vera skyldulesning fyrir allar stúlkur á unglingsaldri. Það hefði að ósekju mátt fjalla meira um einkalíf Margrétar í bókinni, koma með sögur og frásagnir af samskiptum við hennar nánustu. Þar er stiklað á stóru - of stóru og sagan virkar því stundum nokkuð hraðsoðin. Hún einskorðast líka við frásögn Margrétar í stað þess að vinna úr þeim aragrúa af gögnum sem til eru eftir langan feril í pólitík. Sagan hefði að vísu orðið lengri en það hefði verið allt í lagi. Það eru til menn sem hafa verið staðnir að því að skrifa sögu sína í tveimur, jafnvel þremur, bindum - og það án þess að vera skemmtilegir. Margrét verður seint sökuð um þann löst. Þótt ég hefði viljað sjá mun ítarlegri sögu, fannst mér bókin skemmtileg. Hún er vel skrifuð sem þroskasaga og góð heimild um þau viðhorf og þá fordóma sem konur af kynslóð Margrétar hafa eytt ævinni í að brjóta á bak aftur og með því varðað leiðina fyrir komandi kynslóðir. Súsanna Svavarsdóttir MargrÉt Frímannsdóttir „... ætti að vera skyldulesning fyrir allar stúlkur á unglingsaldri.“ .. Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Margrét Frímannsdóttir hefur frá upphafi verið með áhugaverðari karakterum á Alþingi. Það var einhvern veginn ljóst að hún haslaði sér völl í pólitíkinni þrátt fyrir karlana í flokki sínum. Eða það grunaði mann. Eftir lestur sögu hennar, hefur sá grunur verið staðfestur. Þar er farið yfir uppvöxt Margrétar á Stokkseyri, nokkuð snúið fjölskyldumunstur hennar og stutta æsku. Sextán ára að aldri ákvað hún sem sagt að nú væri hún orðin fullorðin og tími til kominn að snúa sér að stofnun eigin fjölskyldu ásamt því að vinna í frystihúsinu í plássinu. Eins og allir vita þykir slíkt ekki góð latína. Húsmóðurstarf, frystihús, pláss úti á landi þýðir hreint út sagt að stúlka skellir í lás öllum sínum dyrum að umheiminum og þeim möguleikum sem hann býður upp á. En ekki Margrét. Þvert á móti, hefur hún byggt upp farsælan stjórnmálaferil á þessum aðstæðum. Fyrsti hluti sögunanr virkaði dálítið flatur á mig. Fátt frásagnarvert, allt frekar almennt. Ástæðan er sú að Margrét ólst upp við mikla ástúð og öryggi hjá ömmu sinni og hennar manni - og það er nú einu sinni svo á okkar sjálfshjálpar- og pop-sálfræði tímum að maður er orðinn svo stútfullur af svona „harmsaga æsku minnar" sögum að það tekur nokkurn tíma að kveikja áhuga manns þegar æskan hefur verið - ja, bara alveg ágæt. Þegar kemur að pólitíska þættinum í sögu Margrétar, sem er fljótlega eftir að hún ákvað að hún væri fullorðin, fer hins vegar fjörið af stað og eftir það rígheldur hún. Lesandinn fær að fylgjast með þessari litlu, kokhraustu, en foringjadýrkandi, stelpu mæta á hinn pólitíska leikvang með greindina og orkuna einar að vopni, haldandi að flokksbræður hennar séu samstarfsmenn og samstaðan þar sé ekta. Hún á eftir að komast að raun um annað þegar hún fer að vinna með ofur-karlrembunum í kringum sig - sem aukinheldur eru að kafna úr menntahroka. Smám saman opnast augu Margrétar en því skýrari sem pólitíska myndin og andstaðan innan flokksins verður, eflist hún þeim mun meira og lesandinn fylgist með því hvernig hún þroskast í gegnum starf sitt, þar til svo er komið að henni finnst (eðlilega) ekkert meira varið í sína meintu foringja en sjálfa sig - og ákveður að verða bara sjálf foringinn. Þótt pólitíkin sé fyrirferðarmikill þáttur í sögu Margrétar, er hún fyrst og fremst merkileg sem persónuleg þroskasaga. Hún sýnir, svo ekki verður um villst, hvert stelpur með heilbrigt sjálfsmat, góða greind og kjark geta komist. Hún ætti að vera skyldulesning fyrir allar stúlkur á unglingsaldri. Það hefði að ósekju mátt fjalla meira um einkalíf Margrétar í bókinni, koma með sögur og frásagnir af samskiptum við hennar nánustu. Þar er stiklað á stóru - of stóru og sagan virkar því stundum nokkuð hraðsoðin. Hún einskorðast líka við frásögn Margrétar í stað þess að vinna úr þeim aragrúa af gögnum sem til eru eftir langan feril í pólitík. Sagan hefði að vísu orðið lengri en það hefði verið allt í lagi. Það eru til menn sem hafa verið staðnir að því að skrifa sögu sína í tveimur, jafnvel þremur, bindum - og það án þess að vera skemmtilegir. Margrét verður seint sökuð um þann löst. Þótt ég hefði viljað sjá mun ítarlegri sögu, fannst mér bókin skemmtileg. Hún er vel skrifuð sem þroskasaga og góð heimild um þau viðhorf og þá fordóma sem konur af kynslóð Margrétar hafa eytt ævinni í að brjóta á bak aftur og með því varðað leiðina fyrir komandi kynslóðir. Súsanna Svavarsdóttir MargrÉt Frímannsdóttir „... ætti að vera skyldulesning fyrir allar stúlkur á unglingsaldri.“ ..
Menning Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira