Raup eða alvara? 1. desember 2006 06:00 Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, greinir frá því í viðtali við þetta blað liðinn miðvikudag að hann hafi á þeim tíma er hann gegndi þessum embættum báðum talið meira en litlar líkur á að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu haft aðgang að sérstöku öryggisherbergi í utanríkisráðuneytinu til þess að stunda njósnir. Í þessu sambandi tilgreinir ráðherrann fyrrverandi einkum árin 1992 og 1993 þegar endurskoðun á varnarsamningnum stóð yfir. Jafnframt segir hann aðspurður að ekki hafi verið kostur á að kæra mál af þessu tagi því að þau hefðu farið til dómsmálaráðuneytisins sem hefði falið sömu bandarísku leyniþjónustumönnum rannsóknina. Vandinn við að meta þessi ummæli er fyrst og fremst sá að ekki er ljóst hvort ráðherrann fyrrverandi vill láta líta á þau sem raup eða alvöru. Ef rétt þætti að líta á þau sem alvöru vakna fyrst og fremst upp nokkrar spurningar. Hvað ber ráðherra að gera sem fær grun um að erlendir njósnarar noti hans eigið ráðuneyti til starfsemi sinnar gegn hagsmunum íslenska ríkisins? Á honum hvíla einfaldlega þær skyldur að viðlagðri ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherra að gera ráðstafanir til þess að stöðva það ástand án tafar. Hvers vegna var það ekki gert? Þá er ástæða til að spyrja hvort líklegt sé að erlendir njósnarar hafi árum saman stundað iðju sína í utanríkisráðuneytinu án aðildar eða vitneskju annarra embættismanna þess? Hvers vegna lét ráðherra það álitamál kyrrt liggja? Málið er svo einfalt að ráðherra ber ábyrgð á að í ráðuneyti hans gerist ekkert sem andstætt er lögum og stjórnarskrá eða stefnir heill ríkisins í hættu. Ráðherra má eins og kunnugt er krefja ábyrgðar fyrir störf, vanrækt starfa og stórkostlegt hirðuleysi. Finnst ráðherranum fyrrverandi nú að það hefði átt að gera? Hvers vegna var málið ekki kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins sem fór með rannsókn opinberra mála á þeim tíma? Ráðherrann fyrrverandi gefur þá skýringu að dómsmálaráðuneytið hefði tekið málið til sín og og stýrt rannsókninni sjálft og notað til þess sömu erlendu njósnara og hann hafði grunaða. Felast ekki í þessum ummælum grunsemdir um brot dómsmálaráðuneytisins á lögum og stjórnarskrá? Gat nokkur annar en dómsmálaráðherrann borið ábyrgð á slíkum vinnubrögðum? Sat hann ekki í embætti í stjórnskipulegu umboði þingmanna Alþýðuflokksins eins og aðrir ráðherrar á þeim tíma? Var ekki fullkomlega ábyrgðarlaust af þeim að styðja með þeim hætti ráðherra sem þeir grunuðu um slík verk? Hvers vegna var Alþingi ekki gerð grein fyrir grunsemdunum um háttsemi dómsmálaráðuneytisins? Þetta eru þau raunverulegu álitaefni sem við blasa ef ráðherrann fyrrverandi kýs að láta meta ummæli sín í alvöru. Kjósi hann hins vegar að litið sé á þau sem raup er aðeins efni til að spyrja einnar spurningar: Er ekki ástæða til að færa umræður um mál af þessu tagi á aðeins hærra plan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins, greinir frá því í viðtali við þetta blað liðinn miðvikudag að hann hafi á þeim tíma er hann gegndi þessum embættum báðum talið meira en litlar líkur á að fulltrúar bandarísku leyniþjónustunnar CIA hefðu haft aðgang að sérstöku öryggisherbergi í utanríkisráðuneytinu til þess að stunda njósnir. Í þessu sambandi tilgreinir ráðherrann fyrrverandi einkum árin 1992 og 1993 þegar endurskoðun á varnarsamningnum stóð yfir. Jafnframt segir hann aðspurður að ekki hafi verið kostur á að kæra mál af þessu tagi því að þau hefðu farið til dómsmálaráðuneytisins sem hefði falið sömu bandarísku leyniþjónustumönnum rannsóknina. Vandinn við að meta þessi ummæli er fyrst og fremst sá að ekki er ljóst hvort ráðherrann fyrrverandi vill láta líta á þau sem raup eða alvöru. Ef rétt þætti að líta á þau sem alvöru vakna fyrst og fremst upp nokkrar spurningar. Hvað ber ráðherra að gera sem fær grun um að erlendir njósnarar noti hans eigið ráðuneyti til starfsemi sinnar gegn hagsmunum íslenska ríkisins? Á honum hvíla einfaldlega þær skyldur að viðlagðri ábyrgð samkvæmt lögum um ráðherra að gera ráðstafanir til þess að stöðva það ástand án tafar. Hvers vegna var það ekki gert? Þá er ástæða til að spyrja hvort líklegt sé að erlendir njósnarar hafi árum saman stundað iðju sína í utanríkisráðuneytinu án aðildar eða vitneskju annarra embættismanna þess? Hvers vegna lét ráðherra það álitamál kyrrt liggja? Málið er svo einfalt að ráðherra ber ábyrgð á að í ráðuneyti hans gerist ekkert sem andstætt er lögum og stjórnarskrá eða stefnir heill ríkisins í hættu. Ráðherra má eins og kunnugt er krefja ábyrgðar fyrir störf, vanrækt starfa og stórkostlegt hirðuleysi. Finnst ráðherranum fyrrverandi nú að það hefði átt að gera? Hvers vegna var málið ekki kært til Rannsóknarlögreglu ríkisins sem fór með rannsókn opinberra mála á þeim tíma? Ráðherrann fyrrverandi gefur þá skýringu að dómsmálaráðuneytið hefði tekið málið til sín og og stýrt rannsókninni sjálft og notað til þess sömu erlendu njósnara og hann hafði grunaða. Felast ekki í þessum ummælum grunsemdir um brot dómsmálaráðuneytisins á lögum og stjórnarskrá? Gat nokkur annar en dómsmálaráðherrann borið ábyrgð á slíkum vinnubrögðum? Sat hann ekki í embætti í stjórnskipulegu umboði þingmanna Alþýðuflokksins eins og aðrir ráðherrar á þeim tíma? Var ekki fullkomlega ábyrgðarlaust af þeim að styðja með þeim hætti ráðherra sem þeir grunuðu um slík verk? Hvers vegna var Alþingi ekki gerð grein fyrir grunsemdunum um háttsemi dómsmálaráðuneytisins? Þetta eru þau raunverulegu álitaefni sem við blasa ef ráðherrann fyrrverandi kýs að láta meta ummæli sín í alvöru. Kjósi hann hins vegar að litið sé á þau sem raup er aðeins efni til að spyrja einnar spurningar: Er ekki ástæða til að færa umræður um mál af þessu tagi á aðeins hærra plan?
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun