Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 8. nóvember 2025 09:02 Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Í umræðuni hefur verið mótökudeildir í skólum landsins fyrir börn af erlendum uppruna. Það er verið að kynna slíkt sem leið til að „styðja“ börn af erlendum uppruna. Það á að hjálpa þeim að læra íslensku áður en þau fara í almennan bekk. Það er meira að segja verið að selja okkur þetta sem inngildingu. Við sem vinnum með inngildingu og erum sérfæðingar í því vitum betur. Þetta hljómar fallega í pólitískum ræðum og á kynningarglærum. En staðreyndin er sú að þetta er aðskilnaður í mildari mynd. Falið inngrip sem seinkar inngildingu og festir stéttaskiptingu eftir uppruna. Ísland hefur formlega skuldbundið sig til skóla án aðgreiningar, þar sem kveðið er á um að nemendur eigi að læra saman og fá stuðning þar sem þeir eru. Ekki vera teknir frá í sérúrræði og „undirbúnir“ fyrir samfélagið. Móttökudeild nálgunganga gegn þessari meginreglu. Þær taka hóp barna út úr samfélagi með því markmiði að undirbúa þau fyrir samfélagið. Þegar þeir verða “nóg góð” þá geta þau tekið þátt. Það er hugsanavilla sem skapar aðskilnað, ekki brú. Vandinn sem móttökudeildir eiga að bregðast við er ekki börnin sjálf heldur kerfið í kringum þau. Bekkjastærðir eru of miklar og stuðningur innan bekkjar veikur. Samkvæmt OECD skýrslu frá 2023 er Ísland með hærri nemendafjölda á hvern kennara en flest nágrannalönd. Þegar kennari hefur 25-28 nemendur verður barn sem ekki talar íslensku ósýnilegt. Móttökudeildir leysa það ekki- þær fela það. Rannsóknir á tvítyngdum nemendum sýna að tungumál lærist hraðast í félagslegum samskiptum, ekki í hliðarherbergi sem á að „undirbúa“ barnið fyrir samfélagið. Að segja að börn þurfi fyrst að læra tungumálið og síðan að verða hluti af bekknum er einfaldlega rangt. Tungumálið lærist í samfélaginu og með félagslegri þátttöku. Það er inngilding. Danmörk sýnir okkur hvað gerist ef við látum þetta þróast áfram. Þar reyndust móttökudeildir ekki vera brú heldur skurður. Börn sátu föst í sérúrræðum í eitt til fjögur ár og náðu síður fullri þátttöku í almennum bekk. Árið 2020 gaf danska menntamálaráðuneytið út opinbera áætlun þar sem viðurkennt var að þessi nálgun hafði mistekist og markmiðið var fært yfir í stuðning innan bekkjarfremur en aðgreiningu. Danmörk er því ekki fyrirmynd – heldur viðvörun. Það er líka kerfisbrestur að tala um inngildingu barna án þess að tala um inngildingu foreldra. Rannsóknir sýna að tungumálakunnátta foreldra, hefur bein áhrif á námsárangur barna.Þrátt fyrir það er íslenskukennsla fyrir foreldra veik, ósveigjanleg og illa fjármögnuð. Við erum þannig að kenna barni tungumál sem það getur ekki notað heima. Þetta allt er ekki smekksatriði. Þetta er stefna sem annaðhvort byggir upp samfélag eða endurskapar jaðarsetningu. Móttökudeildir eru ekki inngilding. Þær eru pólitískt samþykkt aðskilnaðarform með góðum ásetningi en slæmum afleiðingum. Ef við meinum eitthvað með jafnrétti í menntun, þá förum við ekki í millilausnir til að friða samviskuna. Við gerum það sem virkar: Við minnkum bekkjarstærðir.Við færum stuðning inn í bekkinn.Við tryggjum að foreldrar fái íslenskukennslu strax við komu. Inngilding gerist ekki þegar barnið er „búið að læra nóg til að vera með hinum“. Hún gerist þegar kerfið hættir að gera ráð fyrir að það þurfi að aðlagast einhliða. Höfundur er stjórnmálafræðingur, samfélagsrýnir og rödd þeirra sem byggja líf á nýjum stað.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun