Mont og efasemdir 12. desember 2006 11:00 Þessi fyrsta sólóplata Bents stendur vel fyrir sínu. Taktarnir eru hráir og einfaldir en virka vel og Bent tekst vel að koma frá sér því sem hann vill segja. Stjörnur: 3 Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Rottweilerhundur er fyrsta sólóplata Ágústs Bents, en hann á að baki tvær plötur sem meðlimur í XXX Rottweilerhundum og plötuna Góða ferð sem hann gerði með 7berg. Nafnið á plötunni Rottweilerhundur er ágætlega við hæfi þar sem flestir taktarnir á henni eru gerðir af Lúlla, aðaltaktsmið XXX Rottweilerhunda, en auk hans eiga nokkrir aðrir taktsmiðir eitt lag hver á plötunni. Í anda amerískra hip-hop stjarna eru nokkrir gestarapparar; - BlazRoca mætir á svæðið í titillaginu Rottweilerhundur og 7berg rappar í laginu Hér kemur flugvélin. Þeir tveir ásamt U-Fresh og B-Kay eiga svo innkomur í endurgerð af laginu Skríbent sem lokar plötunni fyrir utan aukalag sem kemur í ljós nokkrum mínútum eftir að Skríbent rímixið endar. Það eru mörg flott lög á Rottweilerhundi, þ.á m. Skríbent (sérstaklega flottur þungur trommutaktur sem stendur alveg einn ef frá er talinn kórsöngur í viðlaginu.) og Móða (útvarpsvænsta lag plötunnar. Textinn flottur og líka takturinn sem er gerður af Johnny Sexual) og Rottweilerhundur. Almennt séð eru taktarnir frekar hráir og einfaldir en virka vel og heildarsvipurinn á plötunni er nokkuð sterkur. Lúlli í stuði. Lögin eru samt ekki öll jafn góð. Slak-asta lagið að mínu mati er Skunda skakkur. Bent er fínn rappari. Hann hefur flotta rödd og gott flæði. Textarnir eru líka margir ágætir. Þeir eru skemmtilegt sambland af monti og efasemdum. Ekki að Bent sé eitthvert stórskáld, en honum tekst að koma vel frá sér því sem hann vill segja. Íslenskt rapp er ekki mjög áberandi í dag, en það eru samt fínir hlutir í gangi. Nýjabrumið er löngu farið og það er ekkert merkilegt lengur í sjálfu sér að gera íslenska rappplötu. Eina leiðin til að vekja athygli er bara að gera góða plötu. Bent hefur tekist það, þó að ekki sé hún fullkomin. Trausti Júlíusson
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Fleiri fréttir Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“