Eberg með lag í The O.C. 12. desember 2006 15:30 Einar Tönsberg er hæstánægður með viðbrögðin við lagi sínu Inside Your Head. MYND/Valli Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy. Lag Ebergs nefnist Inside Your Head og er að finna á annarri sólóplötu hans, Voff Voff, sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Eberg, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, segir að áhugi framleiðenda The O.C. hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom til fyrir nokkrum vikum síðan. Ég var aldrei neitt viss með þetta fyrr en þetta var komið í loftið,“ segir Einar. „Ég hef fengið ótrúlega fín viðbrögð við þessu og lagið er komið í sjötta sæti á iTunes-sölulistanum í Bandaríkjunum undir „electronics“-hattinum.“ Einar, sem gaf nýlega út smáskífulagið The Twinkle Star í Bretlandi, segir þetta hafa verið sérlega óvænt því hann hafi ekki ennþá gefið plötuna út í Bandaríkjunum. „Þetta er bara út í bláinn en það er meiriháttar fínt að þetta fái svona mikið áhorf. Ég var að sjá þetta brot og það er spiluð lengri útgáfa en er á plötunni. Þetta eru síðustu fjórar mínúturnar í þættinum og það er svaka drama í gangi.“ Einar segir ágætar líkur á því að lög hans verði notuð í svipuðum þáttum og The O.C. á næstunni en vill þó ekki gefa neitt upp enn sem komið er. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé aðdáandi þáttarins. „Ég er orðinn svaka „fan“ núna,“ segir hann í léttum dúr. „Systur mínar voru að setja mig inn í þetta og þær tjáðu mér að þetta væri mjög mikilvæg sena.“ Systur hans eiga mikið til síns máls því á meðal hljómsveita sem hafa vakið á sér athygli í þættinum eru virtar sveitir á borð við Jet, Zero 7 og Death Cab For Cutie. The O.C. Fjölmargar hljómsveitir hafa vakið athygli á sér í þessum vinsæla þætti. . Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lag með íslenska tónlistarmanninum Eberg var spilað í sjónvarpsþættinum vinsæla The O.C. í Bandaríkjunum síðastliðinn fimmtudag. Fetar hann þar með í fótspor Emilíönu Torrini sem hefur átt fjögur lög í þættinum Grey"s Anatomy. Lag Ebergs nefnist Inside Your Head og er að finna á annarri sólóplötu hans, Voff Voff, sem kom út fyrr á árinu við góðar undirtektir. Eberg, sem heitir réttu nafni Einar Tönsberg, segir að áhugi framleiðenda The O.C. hafi komið sér mjög á óvart. „Þetta kom til fyrir nokkrum vikum síðan. Ég var aldrei neitt viss með þetta fyrr en þetta var komið í loftið,“ segir Einar. „Ég hef fengið ótrúlega fín viðbrögð við þessu og lagið er komið í sjötta sæti á iTunes-sölulistanum í Bandaríkjunum undir „electronics“-hattinum.“ Einar, sem gaf nýlega út smáskífulagið The Twinkle Star í Bretlandi, segir þetta hafa verið sérlega óvænt því hann hafi ekki ennþá gefið plötuna út í Bandaríkjunum. „Þetta er bara út í bláinn en það er meiriháttar fínt að þetta fái svona mikið áhorf. Ég var að sjá þetta brot og það er spiluð lengri útgáfa en er á plötunni. Þetta eru síðustu fjórar mínúturnar í þættinum og það er svaka drama í gangi.“ Einar segir ágætar líkur á því að lög hans verði notuð í svipuðum þáttum og The O.C. á næstunni en vill þó ekki gefa neitt upp enn sem komið er. Hann hlær þegar hann er spurður hvort hann sé aðdáandi þáttarins. „Ég er orðinn svaka „fan“ núna,“ segir hann í léttum dúr. „Systur mínar voru að setja mig inn í þetta og þær tjáðu mér að þetta væri mjög mikilvæg sena.“ Systur hans eiga mikið til síns máls því á meðal hljómsveita sem hafa vakið á sér athygli í þættinum eru virtar sveitir á borð við Jet, Zero 7 og Death Cab For Cutie. The O.C. Fjölmargar hljómsveitir hafa vakið athygli á sér í þessum vinsæla þætti. .
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira