Elton og Duran Duran heiðra Díönu 13. desember 2006 11:30 Söngvarinn Elton John, sem var góður vinur Díönu prinsessu, mun syngja á Wembley 1. júlí á næsta ári. Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað." Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann. Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum. . Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu. . Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Sir Elton John, Duran Duran, Joss Stone, Bryan Ferry og Pharrel Williams munu koma fram á minningartónleikum um Díönu prinsessu á Wembley hinn 1. júlí á næsta ári. Tónleikarnir verða haldnir í tilefni af því að tíu ár verða á næsta ári liðin síðan Díana lést í bílslysi í París. Hinn 1. júlí hefði Díana jafnframt haldið upp á 46 ára afmæli sitt. Synir Díönu og Karls Bretaprins, Vilhjálmur og Harry, sjá um skipulagningu tónleikanna. „Við vildum báðir leggja okkar af mörkum. Við viljum að tónleikarnir endurspegli nákvæmlega það sem móðir okkar hefði viljað," sagði Vilhjálmur prins. „Þess vegna er ekki nóg að hafa bara kirkjuathöfn. Við vildum stóra tónleika með mikilli orku og mikilli gleði, sem við vitum að hún hefði viljað." Elton John er hæstánægður með framtak prinsanna. „Ég fagna Vilhjálmi og Harry fyrir að velja að heiðra móður sína með þessum tónleikum. Ég er gríðarlega spenntur að fá að koma fram á þessum atburði," sagði hann. Joss Stone. Söngkonan unga syngur á tónleikunum. . Pharrell. Tónlistarmaðurinn kunni heiðrar minningu Díönu prinsessu. .
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira