Beth Ditto sigrar heiminn 13. desember 2006 10:15 Frumraun The Gossip er stórkostleg. Rokkið hefur eignast nýja súperstjörnu með söngkonunni Beth Ditto. Stjörnur: 4 Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hvað er það við ungæðislegt rokk sem er svona heillandi? Stundum geri ég mér ekki lengur grein fyrir því. Tökum þessa sveit hér sem dæmi, The Gossip. Ég myndi aldrei láta hafa það eftir mér að þessi sveit væri þétt eða vel spilandi. Við fyrstu hlustun minnti hún mig á landsbyggðarkvöldið á Músíktilraunum. Ég myndi meira að segja halda því fram að þessi plata hljómar fremur illa. Hljóðfærin eiga það meira að segja til að vera rammfölsk. En af einhverjum óútskýranlegum ástæðum er þetta með betri rokkplötum sem ég hef heyrt á árinu. Helsta ástæða þess er líklegast söngkonan með Bjarkar augnaráðið, Beth Ditto, sem var nýlega valin „svalasta fígúra rokksins" í NME. Hún er ekki bara fyrsta konan sem fær titilinn, heldur líka fyrsta lesbían og fyrsti einstaklingurinn þyngri en hundrað kíló. Hún hefur þykka og góða rödd sem myndi henta svartri soul-söngkonu en þessi bleiknefjaða snót velur að syngja pönkskotið rokk með beittum ádeilutextum. En það sem heillar mann strax upp úr skónum er hversu mikið hún gefur af sér. Hún skiptir beint úr því að bræða mann eins og smjörlíki með blíðum raddlykkjum yfir í fimmta gír, þar sem röddin bjagast í hálsinum á henni. Hljóðfæraskipanin er eins og hjá Yeah Yeah Yeah"s. Eina spilið undir rödd Beth er trommusláttur frá stelpu sem heldur rétt svo takti, og leikur stráks sem þarf að læra að stilla gítarinn sinn betur. Þau hafa þó góða tilfinningu fyrir því hvað virkar, þegar kemur að riffum og upplífgandi töktum. Það er mikill neisti í þessu, það fer ekki á milli mála. Þetta er ein af þessum plötum sem vex og vex við hverja hlustun þangað til að hún er orðin svo stór hluti af lífi manns að maður er reiðubúinn til þess að gefa þó nokkuð mikið til þess að sjá þau spila á tónleikum. Tja, a.m.k. andvirði tveggja bíómiða, eða svo. Í laginu „Yr Mangled Heart" syngur Beth með mikilli innlifun, „I don"t want the World. I just wan"t what I deserve!". Hún á eftir að fá það og þó nokkuð meira en hún ætlast til. Kannski að heimurinn fylgi með í kaupbæti? Birgir Örn Steinarsson
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira