Raggi Bjarna á jólaplötu Brooklyn Fæv 13. desember 2006 15:45 Aðalsteinn Jón Bergdal, Davíð Þ. Olgeirsson, Karl Sigurðsson, Kristbjörn Helgason og Viktor Már Bjarnason, ásamt gestasöngvaranum Ragga Bjarna. Fyrsta plata hljómsveitarinnar Brooklyn Fæv, Góð jól, er komin út. Á plötunni eru þekktir jólasmellir sem Brooklyn Fæv gera að sínum með rödduðum söng án undirleiks. Íslenskir textar hafa verið gerðir við nokkur af eldri lögunum og á Bragi Valdimar Skúlason heiðurinn af þeim. Brooklyn Fæv sló fyrst í gegn árið 1998 þegar hún vann Söngvakeppni framhaldsskólanna. Sama ár kom út jólalagið Sleðasöngurinn. Fyrir tveimur árum kom síðan út annað jólalag, Einmana á jólanótt. Bæði þessi lög eru á plötunni auk níu laga til viðbótar, þar á meðal Góða ósk um gleðilega hátíð. Er það íslensk útgáfa af laginu Have Yourself a Merry Little Christmas og er enginn annar en Raggi Bjarna gestasöngvari. „Hann er mesti töffari Íslandssögunnar held ég,“ segir Davíð Olgeirsson, einn af fimm meðlimum Brooklyn Fæv. „Þegar við vorum að æfa í sumar komumst við fljótlega að því að það væri bara einn maður á Íslandi sem gæti sungið Have Yourself a Merry Little Christmas. Ég held líka að þetta sé fyrsta lagið sem hann syngur án undirleiks,“ segir hann. Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Fyrsta plata hljómsveitarinnar Brooklyn Fæv, Góð jól, er komin út. Á plötunni eru þekktir jólasmellir sem Brooklyn Fæv gera að sínum með rödduðum söng án undirleiks. Íslenskir textar hafa verið gerðir við nokkur af eldri lögunum og á Bragi Valdimar Skúlason heiðurinn af þeim. Brooklyn Fæv sló fyrst í gegn árið 1998 þegar hún vann Söngvakeppni framhaldsskólanna. Sama ár kom út jólalagið Sleðasöngurinn. Fyrir tveimur árum kom síðan út annað jólalag, Einmana á jólanótt. Bæði þessi lög eru á plötunni auk níu laga til viðbótar, þar á meðal Góða ósk um gleðilega hátíð. Er það íslensk útgáfa af laginu Have Yourself a Merry Little Christmas og er enginn annar en Raggi Bjarna gestasöngvari. „Hann er mesti töffari Íslandssögunnar held ég,“ segir Davíð Olgeirsson, einn af fimm meðlimum Brooklyn Fæv. „Þegar við vorum að æfa í sumar komumst við fljótlega að því að það væri bara einn maður á Íslandi sem gæti sungið Have Yourself a Merry Little Christmas. Ég held líka að þetta sé fyrsta lagið sem hann syngur án undirleiks,“ segir hann.
Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira