Viðskiptastríð við USA? 13. desember 2006 06:00 Það er hverjum manni á Íslandi ljóst, að á Íslandi, og sérstaklega í Norðvesturkjördæmi, er það vænlegt til árangurs í atkvæðaveiðum að styðja með ráðum og dáð hvalveiðar í atvinnuskyni. Jafnljóst er það þeim, sem eitthvað þekkja til í pólitík t.d. í Bandaríkjunum eða Bretlandi, að þar yrði það hverjum stjórnmálamanni pólitískur banabiti að lýsa yfir stuðningi við hvalveiðar (þótt með þeim rökum væri, að þær væru stundaðar með sjálfbærum og ábyrgum hætti). Á þau rök væri einfaldlega ekki hlustað fremur en gerði forfaðir vor, Jón Loftsson forðum, er hann tryggði sér sess í Íslandssögunni með þeim ummælum sínum að heyra mætti hann erkibiskups boðskap en væri ráðinn í að hafa hann að engu! Á nákvæmlega sama hátt og almenningsálitið á Íslandi er eindregið fylgjandi hvalveiðum, er almenningsálitið í öðrum löndum mótfallið þeim, og samtök umhverfissinna eiga auðvelt með að vekja þá andstöðu til virkra mótmæla, hvort sem er til þess að sniðganga íslenskar vörur í stórmörkuðum eða sérvöldum matgæðingaverslunum eða til þess að krefjast þess af stjórnmálamönnum sínum og yfirvöldum að þau komi á og framfylgi almennu viðskiptabanni á Ísland og allt sem íslenskt er. Öllum sem fylgst hafa með fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins er ljóst að þar eru rök löngu hætt að skipta máli. Þýðingarlaust er að skírskota til stofnsamþykkta ráðsins um að hlutverk þess sé að skipuleggja hvalveiðar og hafa eftirlit með þeim innan ramma vísindalegrar þekkingar - meirihlutinn heldur áfram að ganga þvert gegn stofnsáttmálanum og halda fram alfriðun hvala, hvarvetna og ævinlega. Sérstaklega hafa fulltrúar Bandaríkjanna á þeim vettvangi verið ómyrkir í máli um að þeir kæri sig kollótta um allar álitsgerðir vísindamanna og rök. Þeir muni líta á það sem hlutverk sitt að tryggja um aldur og ævi friðun hvala að öllu öðru leyti en að leyfa nokkrum hópum frumbyggja að veiða einhverja örfáa hvali árlega samkvæmt hefðum ættbálks síns. Auk Alþjóðahvalveiðiráðsins heyra hvalveiðar undir CITES (Samtökin um alþjóðaviðskipti með afurðir af tegundum í útrýmingarhættu). Hlutverk Cites er að skrá slíkar tegundir og koma í veg fyrir hvers konar alþjóðleg viðskipti með afurðir af þeim. Samkvæmt núverandi listum gildir 0-kvóti um afurðir af hvölum og Cites viðurkennir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum og lítur svo á að hvers konar viðleitni til að versla með hvalafurðir miði að því að grafa undan friðun hvala. En hver framfylgir þessum boðum og bönnum? Það er hér sem Bandaríkin koma inn í málið. Bandarísk yfirvöld draga yfirleitt lappirnar í umhverfismálum hvers konar. Eins og til að vega á móti því illa orði sem af þeim fer á því sviði, hafa þau hins vegar beitt sér af öllu afli (og gegn öllum rökum) fyrir alfriðun hvala um allan heim. Með lagaviðaukum við fiskveiðalög Bandaríkjanna (Pelly amendment, Packwood-Magnusson amendment) hefur þingið falið stjórnvöldum sínum vald alþjóðalögreglu til að framfylgja alþjóðasamþykktum á sviði tegundaverndar. Samkvæmt því ber forseta Bandaríkjanna að lýsa yfir viðskiptabanni þegar hann fær í hendur frá viðskiptaráðherra sínum staðfest vottorð þess efnis að land eða lönd séu að draga úr virkni alþjóðasamþykkta um verndun tegunda, með veiðum friðaðra tegunda eða verslun með afurðir af þeim. Bandaríkjaforseti hefur svigrúm til þess að ákveða hversu víðtækt viðskiptabannið er, en frá 1992 hefur hann heimildir til að láta það ná til allra viðskipta viðkomandi landa. Bandaríkjamenn hafa líka farið sér hægt gagnvart okkur meðan við stunduðum eingöngu hrefnuveiðar í vísindaskyni og torguðum afurðunum innanlands. En nú má búast við að gamanið fari að kárna. Það er efalaust enginn hörgull á þingmönnum á Bandaríkjaþingi, sem eru reiðubúnir að vinna sig í áliti hjá kjósendum sínum með því að hóta Japönum viðskiptaþvingunum, ef þeir verða til þess að yfir-lýstar hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist að nýju eftir 20 ára hlé, með því að vera opinn markaður fyrir hvalafurðir frá öðrum þjóðum. Og Japanir eru þekktir að því að vega vandlega hagsmuni sína og taka ævinlega meiri hagsmuni fram yfir minni. Hér á landi verða menn hins vegar þjóðhetjur með því að standa á réttinum, hvað sem tautar og raular, og öllum hagsmunum (öðrum en Kristjáns Loftssonar) líður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er hverjum manni á Íslandi ljóst, að á Íslandi, og sérstaklega í Norðvesturkjördæmi, er það vænlegt til árangurs í atkvæðaveiðum að styðja með ráðum og dáð hvalveiðar í atvinnuskyni. Jafnljóst er það þeim, sem eitthvað þekkja til í pólitík t.d. í Bandaríkjunum eða Bretlandi, að þar yrði það hverjum stjórnmálamanni pólitískur banabiti að lýsa yfir stuðningi við hvalveiðar (þótt með þeim rökum væri, að þær væru stundaðar með sjálfbærum og ábyrgum hætti). Á þau rök væri einfaldlega ekki hlustað fremur en gerði forfaðir vor, Jón Loftsson forðum, er hann tryggði sér sess í Íslandssögunni með þeim ummælum sínum að heyra mætti hann erkibiskups boðskap en væri ráðinn í að hafa hann að engu! Á nákvæmlega sama hátt og almenningsálitið á Íslandi er eindregið fylgjandi hvalveiðum, er almenningsálitið í öðrum löndum mótfallið þeim, og samtök umhverfissinna eiga auðvelt með að vekja þá andstöðu til virkra mótmæla, hvort sem er til þess að sniðganga íslenskar vörur í stórmörkuðum eða sérvöldum matgæðingaverslunum eða til þess að krefjast þess af stjórnmálamönnum sínum og yfirvöldum að þau komi á og framfylgi almennu viðskiptabanni á Ísland og allt sem íslenskt er. Öllum sem fylgst hafa með fundum Alþjóðahvalveiðiráðsins er ljóst að þar eru rök löngu hætt að skipta máli. Þýðingarlaust er að skírskota til stofnsamþykkta ráðsins um að hlutverk þess sé að skipuleggja hvalveiðar og hafa eftirlit með þeim innan ramma vísindalegrar þekkingar - meirihlutinn heldur áfram að ganga þvert gegn stofnsáttmálanum og halda fram alfriðun hvala, hvarvetna og ævinlega. Sérstaklega hafa fulltrúar Bandaríkjanna á þeim vettvangi verið ómyrkir í máli um að þeir kæri sig kollótta um allar álitsgerðir vísindamanna og rök. Þeir muni líta á það sem hlutverk sitt að tryggja um aldur og ævi friðun hvala að öllu öðru leyti en að leyfa nokkrum hópum frumbyggja að veiða einhverja örfáa hvali árlega samkvæmt hefðum ættbálks síns. Auk Alþjóðahvalveiðiráðsins heyra hvalveiðar undir CITES (Samtökin um alþjóðaviðskipti með afurðir af tegundum í útrýmingarhættu). Hlutverk Cites er að skrá slíkar tegundir og koma í veg fyrir hvers konar alþjóðleg viðskipti með afurðir af þeim. Samkvæmt núverandi listum gildir 0-kvóti um afurðir af hvölum og Cites viðurkennir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins við hvalveiðum og lítur svo á að hvers konar viðleitni til að versla með hvalafurðir miði að því að grafa undan friðun hvala. En hver framfylgir þessum boðum og bönnum? Það er hér sem Bandaríkin koma inn í málið. Bandarísk yfirvöld draga yfirleitt lappirnar í umhverfismálum hvers konar. Eins og til að vega á móti því illa orði sem af þeim fer á því sviði, hafa þau hins vegar beitt sér af öllu afli (og gegn öllum rökum) fyrir alfriðun hvala um allan heim. Með lagaviðaukum við fiskveiðalög Bandaríkjanna (Pelly amendment, Packwood-Magnusson amendment) hefur þingið falið stjórnvöldum sínum vald alþjóðalögreglu til að framfylgja alþjóðasamþykktum á sviði tegundaverndar. Samkvæmt því ber forseta Bandaríkjanna að lýsa yfir viðskiptabanni þegar hann fær í hendur frá viðskiptaráðherra sínum staðfest vottorð þess efnis að land eða lönd séu að draga úr virkni alþjóðasamþykkta um verndun tegunda, með veiðum friðaðra tegunda eða verslun með afurðir af þeim. Bandaríkjaforseti hefur svigrúm til þess að ákveða hversu víðtækt viðskiptabannið er, en frá 1992 hefur hann heimildir til að láta það ná til allra viðskipta viðkomandi landa. Bandaríkjamenn hafa líka farið sér hægt gagnvart okkur meðan við stunduðum eingöngu hrefnuveiðar í vísindaskyni og torguðum afurðunum innanlands. En nú má búast við að gamanið fari að kárna. Það er efalaust enginn hörgull á þingmönnum á Bandaríkjaþingi, sem eru reiðubúnir að vinna sig í áliti hjá kjósendum sínum með því að hóta Japönum viðskiptaþvingunum, ef þeir verða til þess að yfir-lýstar hvalveiðar í atvinnuskyni hefjist að nýju eftir 20 ára hlé, með því að vera opinn markaður fyrir hvalafurðir frá öðrum þjóðum. Og Japanir eru þekktir að því að vega vandlega hagsmuni sína og taka ævinlega meiri hagsmuni fram yfir minni. Hér á landi verða menn hins vegar þjóðhetjur með því að standa á réttinum, hvað sem tautar og raular, og öllum hagsmunum (öðrum en Kristjáns Loftssonar) líður.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun