Rappkóngar Íslands 14. desember 2006 14:30 Frá heimsenda sýnir að Forgotten Lores eru ókrýndir kóngar íslenska rappsins. Orðfærni, flæði og flottir taktar. Ein af plötum ársins. Stjörnur: 5 Forgotten Lores er búin að vera í fremstu röð í íslenska rappinu síðustu ár. Fyrsta platan þeirra, Týndi hlekkurinn, sem kom út fyrir þremur árum, er ein af bestu íslensku rappplötunum. Síðan hún kom út hefur sveitin vakið verðskuldaða athygli fyrir öfluga frammistöðu á sviði, m.a. á Airwaves, en á tónleikum koma þeir fram með fullmannaða hljómsveit (FL Group). Það eru nokkur atriði sem gera Forgotten Lores að ókrýndum hip-hop kóngum Íslands. Í fyrsta lagi eru þeir sérstaklega færir rapparar. Algjörir yfirburðamenn. Þeir hafa gott vald á íslenskri tungu og flæðið hjá þeim er ótrúlegt. Í öðru lagi hefur sveitin innanborðs frábæra taktsmiði og plötusnúða. Algerlega sjálfbær hljómsveit sem þarf ekki hjálp frá neinum. Og í þriðja lagi virðist þetta vera mjög samheldinn hópur. Menn bara halda áfram að búa til flotta tónlist og brillera. Og ekkert rugl. Frá heimsenda er flottasta hip-hop plata sem hefur komið út á Íslandi í langan tíma. Töluvert betri en Týndi hlekkurinn. Þetta eru sextán lög, platan er rúmlega klukkutími að lengd og stútfull af flottum töktum og textum. Hvert snilldarlagið rekur annað. Ég ætlaði að telja upp bestu lögin, en það er eiginlega ekki hægt. Næstum því öll lögin á Frá heimsenda eru frábær. Hvað tónlistina varðar kraumar platan af lífi. Grúvið er allsráðandi. Það er vonlaust að sitja kyrr undir þessari tónlist. Fönk-áhrifin eru áberandi og alls konar tilþrif lífga upp á lögin; – gítar hér, píanó, flautuleikur eða skemmtileg röddun þar … Eins og áður segir hefur Forgotten Lores innanborðs færustu rappara landsins. Þeir Byrkir, Class B og Diddi Fel hafa allir mjög gott flæði og þeir kunna líka að rappa saman. Textarnir eru vel samdir og fullir af skemmtilegum hendingum. Ekki það að þeir séu að segja eitthvað merkilegt. Þetta eru mest hversdagsævintýri. Enginn djúpur boðskapur. Eins og stundum í rappinu þá er það ekki spurning um hvað þú ert að segja heldur hvernig þú kemur því frá þér. Frá heimsenda er besta íslenska hip-hop platan í langan tíma og ein af bestu plötum ársins 2006. Trausti Júlíusson Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Forgotten Lores er búin að vera í fremstu röð í íslenska rappinu síðustu ár. Fyrsta platan þeirra, Týndi hlekkurinn, sem kom út fyrir þremur árum, er ein af bestu íslensku rappplötunum. Síðan hún kom út hefur sveitin vakið verðskuldaða athygli fyrir öfluga frammistöðu á sviði, m.a. á Airwaves, en á tónleikum koma þeir fram með fullmannaða hljómsveit (FL Group). Það eru nokkur atriði sem gera Forgotten Lores að ókrýndum hip-hop kóngum Íslands. Í fyrsta lagi eru þeir sérstaklega færir rapparar. Algjörir yfirburðamenn. Þeir hafa gott vald á íslenskri tungu og flæðið hjá þeim er ótrúlegt. Í öðru lagi hefur sveitin innanborðs frábæra taktsmiði og plötusnúða. Algerlega sjálfbær hljómsveit sem þarf ekki hjálp frá neinum. Og í þriðja lagi virðist þetta vera mjög samheldinn hópur. Menn bara halda áfram að búa til flotta tónlist og brillera. Og ekkert rugl. Frá heimsenda er flottasta hip-hop plata sem hefur komið út á Íslandi í langan tíma. Töluvert betri en Týndi hlekkurinn. Þetta eru sextán lög, platan er rúmlega klukkutími að lengd og stútfull af flottum töktum og textum. Hvert snilldarlagið rekur annað. Ég ætlaði að telja upp bestu lögin, en það er eiginlega ekki hægt. Næstum því öll lögin á Frá heimsenda eru frábær. Hvað tónlistina varðar kraumar platan af lífi. Grúvið er allsráðandi. Það er vonlaust að sitja kyrr undir þessari tónlist. Fönk-áhrifin eru áberandi og alls konar tilþrif lífga upp á lögin; – gítar hér, píanó, flautuleikur eða skemmtileg röddun þar … Eins og áður segir hefur Forgotten Lores innanborðs færustu rappara landsins. Þeir Byrkir, Class B og Diddi Fel hafa allir mjög gott flæði og þeir kunna líka að rappa saman. Textarnir eru vel samdir og fullir af skemmtilegum hendingum. Ekki það að þeir séu að segja eitthvað merkilegt. Þetta eru mest hversdagsævintýri. Enginn djúpur boðskapur. Eins og stundum í rappinu þá er það ekki spurning um hvað þú ert að segja heldur hvernig þú kemur því frá þér. Frá heimsenda er besta íslenska hip-hop platan í langan tíma og ein af bestu plötum ársins 2006. Trausti Júlíusson
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira