Stærsta hljóðver á Íslandi 14. desember 2006 16:15 Sigrún Svanhvít óskarsdóttir með Védísi Ósk fyrir framan gamla lýsishúsið á Sólbakka sem verður brátt stærsta hljóðupptökuver á Íslandi. Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. „Þetta er búið að standa tómt síðan 1980 svo það var kominn tími á að nýta þetta blessaða húsnæði af einhverju viti,“ segir Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri. Önundur Hafsteinn og eiginkona hans Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir vinna nú hörðum höndum með stuðningi Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða, að því að opna fullkomið hljóðupptökuver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Sólbakka við Flateyri. „Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af staðsetningunni. Þetta eru meters þykkir blágrýtisveggir sem eru greinilega ekki að fara neitt. Það féll á þetta aurskriða fyrir einhverjum 20 – 30 árum og drulllusletturnar eru enn upp á miðja veggi en það sér ekki á húsinu að öðru leyti. Menn fóru út í það á sínum tíma að opna þarna bátaverkstæði og ætluðu að saga fyrir gluggum og dyrum en það þurfti einfaldlega að fá sprengjusérfræðing á staðinn til þess að sprengja sig í gegnum veggina. Þetta er ein elsta byggingin á svæðinu og synd að nýta þetta ekki til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Önundur. Í huga Önundar Hafsteins er staðsetningin í raun styrkur upptökuversins enda er hún óneitanlega ansi sérstök. „Hugmyndin er að gera út á þessa sérstöðu. Hér geta tónlistarmenn fengið heimilslega og góða gistingu, unnið í ró og næði í fullkomnu hljóðveri og í umhverfi sem bæði veitir einstakan vinnufrið og innblástur í senn. Í ljósi þess hvernig þetta er lagt upp geri ég ráð fyrir að vera með meira af erlendum tónlistarmönnum en íslenskum að vinna hérna þar sem innlendi markaðurinn gefur mönnum sjaldnast grið til þess að vinna að upptökum í rólegheitum. Hjá þeim þarf flest að takast upp einn, tveir og þrír og helst að vera tilbúið í gær. En staðreyndin er að þetta verður stærsta hljóðupptökuver á Íslandi, um 360 fermetrar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Við stefnum að því að opna um eða fyrir páska og erum strax farin að hlakka til að fá fyrstu gestina.“ Önundur Hafsteinn Pálsson „Aðstaðan og umhverfið eins og best er á kosið fyrir tónlistarfólk.“ . Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Önundur Hafsteinn Pálsson vinnur að því að opna hljóðver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Flateyri. „Þetta er búið að standa tómt síðan 1980 svo það var kominn tími á að nýta þetta blessaða húsnæði af einhverju viti,“ segir Önundur Hafsteinn Pálsson, slagverksleikari og tónlistarkennari á Ísafirði og Flateyri. Önundur Hafsteinn og eiginkona hans Sigrún Svanhvít Óskarsdóttir vinna nú hörðum höndum með stuðningi Atvinnuþróunarsjóðs Vestfjarða, að því að opna fullkomið hljóðupptökuver í yfirgefnu lýsishúsi á snjóflóðasvæðinu á Sólbakka við Flateyri. „Ég hef satt best að segja engar áhyggjur af staðsetningunni. Þetta eru meters þykkir blágrýtisveggir sem eru greinilega ekki að fara neitt. Það féll á þetta aurskriða fyrir einhverjum 20 – 30 árum og drulllusletturnar eru enn upp á miðja veggi en það sér ekki á húsinu að öðru leyti. Menn fóru út í það á sínum tíma að opna þarna bátaverkstæði og ætluðu að saga fyrir gluggum og dyrum en það þurfti einfaldlega að fá sprengjusérfræðing á staðinn til þess að sprengja sig í gegnum veggina. Þetta er ein elsta byggingin á svæðinu og synd að nýta þetta ekki til þess að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Önundur. Í huga Önundar Hafsteins er staðsetningin í raun styrkur upptökuversins enda er hún óneitanlega ansi sérstök. „Hugmyndin er að gera út á þessa sérstöðu. Hér geta tónlistarmenn fengið heimilslega og góða gistingu, unnið í ró og næði í fullkomnu hljóðveri og í umhverfi sem bæði veitir einstakan vinnufrið og innblástur í senn. Í ljósi þess hvernig þetta er lagt upp geri ég ráð fyrir að vera með meira af erlendum tónlistarmönnum en íslenskum að vinna hérna þar sem innlendi markaðurinn gefur mönnum sjaldnast grið til þess að vinna að upptökum í rólegheitum. Hjá þeim þarf flest að takast upp einn, tveir og þrír og helst að vera tilbúið í gær. En staðreyndin er að þetta verður stærsta hljóðupptökuver á Íslandi, um 360 fermetrar og aðstaðan öll eins og best verður á kosið. Við stefnum að því að opna um eða fyrir páska og erum strax farin að hlakka til að fá fyrstu gestina.“ Önundur Hafsteinn Pálsson „Aðstaðan og umhverfið eins og best er á kosið fyrir tónlistarfólk.“ .
Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira