Plötusnúðurinn Dj Jerry þeytir skífum í jólapartíi á Barnum á laugardag. Dj Jerry er hluti af Kits-uné-útgáfunni sem sérhæfir sig í elektró- og danstónlist. Hann er fastaplötusnúður á Kitsuné-kvöldunum í París auk þess sem hann spilar á Boom Box-kvöldunum í London. Upphitun verður í höndum Dj Casanova og byrjar stuðið upp úr 23.00. Aðgangseyrir er enginn.