Trabant snýr aftur með nýtt efni 15. desember 2006 16:00 Trabant hafa ekki spilað í hálft ár og lofa brjáluðu stuði. „Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. . Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Við erum náttúrlega ekki búnir að spila í hálft ár, en það verður allt brjálað á laugardaginn," segir Gísli Galdur Þorgeirsson, einn meðlima hljómsveitarinnar Trabants. Á laugardaginn næsta verða haldnir tónleikar á skemmtistaðnum Nasa við Austurvöll undir yfirskriftinni Jólagrautur og þar spila hljómsveitirnar Fm Belfast, Helmus und Dalli, Steed Lord en síðast en ekki síst Trabant, en ekki hefur heyrst frá þeim félögum síðan í sumar. „Við erum búnir að vera í smá pásu, en undanfarinn mánuð höfum við æft mikið og erum því færir í flestan sjó," segir Gísli en síðustu tónleikar hljómsveitarinnar voru haldnir í Kaupmannahöfn í ágúst. Gísli segir að á tónleikunum verði nýtt efni frumflutt, en á döfinni hjá bandinu er að semja efni á nýja plötu og gefa hana út sem fyrst, „eða þegar rétta efnið er komið" eins og Gísli orðar það svo vel. Tónleikarnir eru með sama sniði og jólatónleikar Trabants, Mugisons og Hjálma í fyrra, en í lokalaginu á þeim tónleikum komu allar hljómsveitirnar saman í svakalegum bræðingi sem var að sögn áhorfenda óborganlegur. „Það er aldrei að vita hvað gerist í lokalaginu í ár, en allt er mögulegt," segir Gísli lúmskur að lokum. Forsala á tónleikana er í búðinni 12 tónar og kostar miðinn aðeins 1.000 krónur. Húsið verður opnað stundvíslega kl. 10.30 og má búast við því að fjörið hefjist stuttu seinna. Steed lord spila einnig á tónleikunum, en búast má við að í lokalaginu spili böndin saman. .
Mest lesið Snýst ekki bara um að vera með flottan rass Lífið Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Menning Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira