Tónlist

Pétur spilar í kvöld

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben spilar í Tjarnarbíói í kvöld.
Tónlistarmaðurinn Pétur Ben spilar í Tjarnarbíói í kvöld. MYND/Stefán

Tónlistarmaðurinn Pétur Ben heldur tónleika í Tjarnarbíói í kvöld. Pétur hlaut nýverið þrjár tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Var hann tilnefndur fyrir bestu plötuna í flokknum rokk/jaðartónlist, sem söngvari ársins og sem bjartasta vonin.

Fyrsta upplag plötu hans, Wine For My Weakness, er uppselt en annað upplag er á leiðinni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22 en húsið verður opnað kl. 21. Aðgangseyrir er eitt þúsund krónur og fer miðasala fram við innganginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.