JóJó gleymir ekki gleymda fólkinu 16. desember 2006 12:15 Segir Bubba sjá um Hraunið en þeir Soul Brothers ætla að telja í nokkur blúsuð jólalög að Sogni. „Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo. Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Þetta er gleymda fólkið í þjóðfélaginu,“ segir götuspilarinn JóJó. Hann er að búa sig undir för á réttargeðdeildina á Sogni ásamt trymblinum Papa Jazz – Guðmundi Steingrímssyni – og með þeim í för verður bassaleikari úr Sinfóníunni sem heitir Dean Farell. „Já, við ætlum að spila þarna hinn nítjánda. Ætlum að renna í nokkur blúsuð jólalög og kjafta við fólkið. Við Papa köllum okkur alltaf Soul Brothers þegar við komum saman og gott að fá Dean í hópinn. Skömm að ekki skuli fleiri artistar fara að Sogni til að spila. Það mættu fleiri fara þangað og skemmta fólkinu. Bubbi sér um Hraunið en það má ekki gleyma þessum dal,“ segir JóJó. Í sumar fóru þeir Soul Brothers á Sogn til að spila fyrir vistmenn. JóJó segir það eftirminnilega reynslu og hafa komið sér á óvart hversu hlýtt og gott fólkið þar er. Hann segir ekki hægt að líta á vistmenn sem glæpamenn þótt sumir hafi framið hræðilega glæpi í geðsýki sinni. „Maður lítur ekki þannig á. Þetta eru manneskjur sem hafa lent inni á blindgötu eins og svo margir aðrir.“ JóJó ætlar að koma færandi hendi og gefa Sogns-fólki að gjöf nýjan disk sem hann var að setja saman – Jólagötuflippdisk sem JóJó kallar svo.
Mest lesið Makinn hélt framhjá: „Ég get ekki fyrirgefið“ Lífið Segist á batavegi og heimsækir sjúkrahúsið sem hún dvaldi á Lífið Servíettur á hausnum á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Lífið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Krefur Disney um tíu milljarða dala Bíó og sjónvarp Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira