Bræðralag blúsaranna 18. desember 2006 12:30 Skemmtileg blúskvöld eru nú haldin á Classic Rock á mánudagskvöldum. fréttablaðið/vilhelm Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Undanfarinn mánuð hafa verið í gangi blúskvöld á mánudagskvöldum á Classic Rock. Bubbi Morthens ætlar að blúsa þar á næsta ári auk þess sem blúsarar frá Bandaríkjunum og Kanada eru væntanlegir. Að sögn Smára Jósepssonar, eins af aðstandendum blúskvöldanna, byrjaði boltinn að rúlla þegar blúsþátturinn Bölverkur hóf göngu sína á sunnudögum á útvarpsstöðinni X-FM. Ákváðu þá Smári og félagar að efna til blúskvölda þar sem hinar ýmsu blússveitir gætu troðið upp. „Við höfum reynt að finna tvær nýjar hljómsveitir í hvert sinn og erum með prógram sem getur rúllað í nokkra mánuði. Við erum að reyna að finna þessu farveg þar sem við getum verið með vikulegan dag með blústónleikum um klukkan fimm til sex fyrir alla aldurshópa," segir Smári.Allir velkomnirSmári Jósepsson lætur sig aldrei vanta á blúskvöldin. Hann hvetur alla sem hafa áhuga á blús til að mæta á staðinn.Blús hefur ekki verið í hávegum hafður hér á landi að undanförnu og vilja Smári og félagar ráða bót á því. „Þetta er tónlist sem hefur kannski ekki verið í neinum stöðugum farvegi. Við höfum lagt mikið upp úr því að það séu allir velkomnir og við hvetjum alla til að taka þátt sem eru í blús- og blússkotnum hljómsveitum. Á fyrsta kvöldinu mætti til dæmis gaur sem sagðist spila á munnhörpu. Honum var kippt í gang og hann spilaði viku seinna. Það er svona bræðralag sem er í gangi þarna," segir hann. Ýmislegt framundanBlúskvöldin hafa vakið mikla lukku og á áhorfendum vafalítið eftir að fjölga enn meir á næstunni.Ýmislegt er framundan hjá blúsurunum á næsta ári. Bubbi Morthens ætlar að heiðra þá með nærveru sinni snemma á árinu auk þess sem bandaríski blúsarinn Joe Bonamassa mun troða upp í febrúar og Sean Pinchin frá Kanada í haust.Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í blúskvöldunum, með spilamennsku eða öðru, geta haft samband með tölvupósti á bluesiceland@gmail.com eða kíkt á heimasíðuna Myspace.com/bluesiceland. freyr@frettabladid.is
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira