Mikilvægir sjálfboðaliðar 22. desember 2006 00:01 Slysavarnafélagið Landsbjörg er stærstu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi. Undir samtökunum starfa yfir hund-rað björgunarsveitir og enn fleiri félagsdeildir. Flestir félagar í sveitunum sinna þjálfun í frístundum og eru ávallt tilbúnir þegar kallið kemur. Skiptir þá ekki máli hvenær sólarhringsins það er eða hvort viðkomandi er heima eða í vinnu. Fólk er í viðbragðsstöðu alla daga allan ársins hring. Þessi hluti björgunarstarfs er sjálfsprottinn að stórum hluta á Íslandi. Erlendis þekkist víða að sérhæfðar björgunarsveitir séu hluti af opinberum stofnunum eins og her eða lögreglu. En ekki á Íslandi. Hér eru það borgararnir sjálfir sem mynda hópa af fólki sem er tilbúið að takast á við miserfiðar aðstæður. Skiptir ekki máli hvort bjarga þurfi fólki á sjó, í rústum, á fjöllum eða eftir alvarlegt slys. Björgunarsveitirnar búa yfir sérhæfingu og nauðsynlegum tækjakosti. Og ekki má gleyma dýrmætu forvarnarstarfi sem samtökin sinna. Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust. Slysavarnafélag Íslands var stofnað árið 1928 en Landsbjörg varð til við samruna Landssambands Hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita. Bæði þessi landssambönd voru stofnuð í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Það býr því löng reynsla og hefð innan þessara samtaka, sem sífellt er verið að miðla til næstu kynslóða. Það má halda því fram að þetta fyrirkomulag hafi orðið til þess að styrkja borgaralegt björgunarstarf á Íslandi. Samtökin hafa ekki verið undir pilsfaldi ríkisins og háð náðarvaldi fjárveitingavaldsins. Þau hafa byggt upp starf sitt á sjálfboðaliðum, fjáröflunum og frjálsum framlögum. Auðvitað fer mikil vinna í tekjuöflun, sem virkar þó um leið sem drifkraftur og knýr starfsmennina áfram. Sá kraftur hefði ekki verið virkjaður væru félagsmenn ríkisstarfsmenn. Því er mikilvægt að björgunarsveitir haldi sjálfstæði sínu og séu ekki innvinklaðar um of í opinbert stjórnkerfi. Landsbjörg starfar náið með Landhelgisgæslunni, lögreglu og slökkviliði. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið varð ráðuneyti björgunarmála hinn 1. janúar 2004. Undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefur starf þessara aðila verið samhæft og stofnuð sérstök björgunarmiðstöð í Skógarhlíð. Þar eru nú höfuðstöðvar Landsbjargar, slökkviliðs, Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hefur ráðherra áréttað hlutverk björgunarsveita sem hjálpar- og varaliðs eftir að varnarliðið hvarf af landi brott. Efling Landhelgisgæslunnar og samstarf þessara aðila tryggir áframhaldandi uppbyggingu björgunarstarfs á Íslandi. Það þarf ekki veðurofsa, skipsskaða eða stórslys til að Íslendingar átti sig á mikilvægi björgunarsveita. Þær hafa löngum sannað gildi sitt. En það er brýnt að við styðjum af fúsum og frjálsum vilja við bakið á fólki, sem er ávallt tilbúið að hjálpa öðrum. Mikilvægt er að Slysavarnafélagið Landsbjörg viðhaldi sjálfstæði sínu svo að það verði áfram stærstu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgvin Guðmundsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Slysavarnafélagið Landsbjörg er stærstu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi. Undir samtökunum starfa yfir hund-rað björgunarsveitir og enn fleiri félagsdeildir. Flestir félagar í sveitunum sinna þjálfun í frístundum og eru ávallt tilbúnir þegar kallið kemur. Skiptir þá ekki máli hvenær sólarhringsins það er eða hvort viðkomandi er heima eða í vinnu. Fólk er í viðbragðsstöðu alla daga allan ársins hring. Þessi hluti björgunarstarfs er sjálfsprottinn að stórum hluta á Íslandi. Erlendis þekkist víða að sérhæfðar björgunarsveitir séu hluti af opinberum stofnunum eins og her eða lögreglu. En ekki á Íslandi. Hér eru það borgararnir sjálfir sem mynda hópa af fólki sem er tilbúið að takast á við miserfiðar aðstæður. Skiptir ekki máli hvort bjarga þurfi fólki á sjó, í rústum, á fjöllum eða eftir alvarlegt slys. Björgunarsveitirnar búa yfir sérhæfingu og nauðsynlegum tækjakosti. Og ekki má gleyma dýrmætu forvarnarstarfi sem samtökin sinna. Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til árið 1999 þegar Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg sameinuðust. Slysavarnafélag Íslands var stofnað árið 1928 en Landsbjörg varð til við samruna Landssambands Hjálparsveita skáta og Landssambands flugbjörgunarsveita. Bæði þessi landssambönd voru stofnuð í upphafi áttunda áratugar síðustu aldar. Það býr því löng reynsla og hefð innan þessara samtaka, sem sífellt er verið að miðla til næstu kynslóða. Það má halda því fram að þetta fyrirkomulag hafi orðið til þess að styrkja borgaralegt björgunarstarf á Íslandi. Samtökin hafa ekki verið undir pilsfaldi ríkisins og háð náðarvaldi fjárveitingavaldsins. Þau hafa byggt upp starf sitt á sjálfboðaliðum, fjáröflunum og frjálsum framlögum. Auðvitað fer mikil vinna í tekjuöflun, sem virkar þó um leið sem drifkraftur og knýr starfsmennina áfram. Sá kraftur hefði ekki verið virkjaður væru félagsmenn ríkisstarfsmenn. Því er mikilvægt að björgunarsveitir haldi sjálfstæði sínu og séu ekki innvinklaðar um of í opinbert stjórnkerfi. Landsbjörg starfar náið með Landhelgisgæslunni, lögreglu og slökkviliði. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið varð ráðuneyti björgunarmála hinn 1. janúar 2004. Undir forystu Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra hefur starf þessara aðila verið samhæft og stofnuð sérstök björgunarmiðstöð í Skógarhlíð. Þar eru nú höfuðstöðvar Landsbjargar, slökkviliðs, Neyðarlínunnar, fjarskiptamiðstöðvar Ríkislögreglustjóra og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hefur ráðherra áréttað hlutverk björgunarsveita sem hjálpar- og varaliðs eftir að varnarliðið hvarf af landi brott. Efling Landhelgisgæslunnar og samstarf þessara aðila tryggir áframhaldandi uppbyggingu björgunarstarfs á Íslandi. Það þarf ekki veðurofsa, skipsskaða eða stórslys til að Íslendingar átti sig á mikilvægi björgunarsveita. Þær hafa löngum sannað gildi sitt. En það er brýnt að við styðjum af fúsum og frjálsum vilja við bakið á fólki, sem er ávallt tilbúið að hjálpa öðrum. Mikilvægt er að Slysavarnafélagið Landsbjörg viðhaldi sjálfstæði sínu svo að það verði áfram stærstu sjálfboðaliðasamtök á Íslandi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun