Alvarlega hipp í Safni 28. desember 2006 08:30 Margrét Bjarnadóttir í einni stöðu sinni í verkinu. Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. Verkið ber titilinn: WHEN I SAY BAD I MEAN SERIOUSLY HIP með undirtitilinn: (mind to motion know the notion). Um heimsfrumsýningu á verkinu er að ræða. Það er þegar pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni. Höfundur verksins er Margrét Sara Guðjónsdóttir. Margrét er fædd 1978 og er búsett í Amsterdam og Berlín, þar sem hún starfaði árin 2005/6 með hinum þekkta dansleikhússflokki Constönzu Macras, Dorky Park, og sýndi í verki hennar Big in Bombay í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín og um heim allan. Constönzu Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir vera í fararbroddi dansleikhúss í heiminum í dag. Margrét Sara starfar nú aðallega með dansflokki hinnar Gisele Vienne í Berlín og mun sýna í verki hennar „Kindertotenlieder“ víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of Love, á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Avignon í Frakklandi. Verkið hennar sem flutt verður í Safni annað kvöld er í formi hreyfi-innsetningar þar sem sviðið er sýningarrými myndlistarsafns og áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns, sem snýr út að Laugavegi. Útgangspunktur sýningarinnar er notkun tákna í samfélaginu, sem tekin eru úr upprunalegu umhverfi sínu og samhengi og eru oft notuð án umhugsunar og óháð upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og pólitískra tákna, í umhverfi okkar verður einhvern tíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem almenningur upplifir í gegnum afþreyingariðnaðinn, missi ekki þannig merkingu sína og àhrifamátt. Í verkinu er jafnframt tekist á við ýmiss konar trúarsiði og -athafnir og viðhorf til þeirra. Hljóðmynd er eftir David Kiers en flytjandi er Margrét Bjarnadóttir. Leikmynd er unnin af hópnum en framleiðandi sýningarinnar er Panic Productions og hefur fyrirtækið hlotið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Listasjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Landsbankanum. Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira
Haldið er áfram á þeirri braut sem Safn á Laugaveginum í Reykjavík lagði inn á fyrir nokkru að halda gerninga/sýningar í gluggum gamla Faco á Laugaveginum. Á morgun verður fluttur metnaðarfullur dansgjörningur Safns þar og verður aðeins fluttur einu sinni, kl. 18. Verkið ber titilinn: WHEN I SAY BAD I MEAN SERIOUSLY HIP með undirtitilinn: (mind to motion know the notion). Um heimsfrumsýningu á verkinu er að ræða. Það er þegar pantað til nokkurra sýningarstaða í Evrópu og verður því sýnt víða erlendis á næsta ári. Aðeins verður ein sýning á verkinu í Safni. Höfundur verksins er Margrét Sara Guðjónsdóttir. Margrét er fædd 1978 og er búsett í Amsterdam og Berlín, þar sem hún starfaði árin 2005/6 með hinum þekkta dansleikhússflokki Constönzu Macras, Dorky Park, og sýndi í verki hennar Big in Bombay í Volksbühne-leikhúsinu í Berlín og um heim allan. Constönzu Macras hefur verið lýst sem arftaka Pinu Bausch og þykir vera í fararbroddi dansleikhúss í heiminum í dag. Margrét Sara starfar nú aðallega með dansflokki hinnar Gisele Vienne í Berlín og mun sýna í verki hennar „Kindertotenlieder“ víða í Evrópu og Austurlöndum fjær á komandi ári. Margrét mun jafnframt halda áfram að sýna samstarfsverk sitt, Ernu Ómarsdóttur og Jóhanns Jóhannssonar, Mysteries of Love, á árinu en verkið var frumsýnt fyrr á þessu ári á danslistahátíðinni í Avignon í Frakklandi. Verkið hennar sem flutt verður í Safni annað kvöld er í formi hreyfi-innsetningar þar sem sviðið er sýningarrými myndlistarsafns og áhorfendur horfa á verkið í gegnum glugga Safns, sem snýr út að Laugavegi. Útgangspunktur sýningarinnar er notkun tákna í samfélaginu, sem tekin eru úr upprunalegu umhverfi sínu og samhengi og eru oft notuð án umhugsunar og óháð upprunalegri merkingu. Fjallað er um hvort merking fjölda tákna, svo sem trúarlegra og pólitískra tákna, í umhverfi okkar verður einhvern tíma að fullu skiljanleg þorra almennings ef þau tengjast ekki reynsluheimi hans á beinan hátt. Hvort tákn, sem almenningur upplifir í gegnum afþreyingariðnaðinn, missi ekki þannig merkingu sína og àhrifamátt. Í verkinu er jafnframt tekist á við ýmiss konar trúarsiði og -athafnir og viðhorf til þeirra. Hljóðmynd er eftir David Kiers en flytjandi er Margrét Bjarnadóttir. Leikmynd er unnin af hópnum en framleiðandi sýningarinnar er Panic Productions og hefur fyrirtækið hlotið styrki frá menntamálaráðuneytinu, Listasjóði, Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Landsbankanum.
Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Ískaldir IceGuys jólatónleikar Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Fleiri fréttir Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Sjá meira