Tónleikahald á Þorláki 28. desember 2006 15:30 Bubbi var í fínu formi á Nasa, en hann veitti tveimur gullplötum viðtöku á dögunum fyrir tónlistar- og mynddisk frá afmælistónleikum hans í Laugardalshöllinni í sumar. MYND/PB Þorláksmessa er dagur hefða hjá mörgum landsmönnum. Fólk safnast saman til að borða skötu eða flykkist í bæinn um kvöldið til að versla síðustu jólagjöfina og njóta stemningarinnar. Hefð hefur einnig skapast fyrir ýmsum tónlistaruppákomum í höfuðborginni á Þorláksmessu. Þannig hélt Bubbi sína árlegu jólatónleika á Nasa á laugardaginn, og Ullarhattarnir hvikuðu hvergi frá átta ára gömlum sið og tróðu upp á Hótel Borg. Köntrísveit Baggalúts blés hins vegar til veislu í Iðnó, en Rás 2 útvarpaði tónleikum þeirra beint. Margt var um manninn á Nasa, og meðal annars mátti sjá fríðustu mæðgur landsins, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Unni Steinsson, í áheyrendahópnum. . Baggalútur spilaði lög af plötunum Pabbi þarf að vinna, Aparnir í Eden og nýja jóladisknum Jól og blíða, í Iðnó á Þorláksmessu. . Þeir sem ekki komust fyrir í Iðnó, eða voru fjarri góðu gamni í miðbænum gátu notið tónleikanna í beinni útsendingu á Rás 2. . Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Hjörleifsson hafa haldið Þorláksmessutónleika undir nafninu Ullarhattarnir í mörg ár. . Jón Ólafsson skartaði dýrindis ullarhúfu í tilefni dagsins, en hljómsveitin Ullarhattarnir kemur aldrei fram nema á Þorláksmessu. . Eyjólfur Kristjánsson sagði að ekki hefði staðið til að halda Ullarhattatónleika í ár, en þeir sáu sig tilneydda til að halda í hefðirnar vegna fjölda kvartana. . Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Þorláksmessa er dagur hefða hjá mörgum landsmönnum. Fólk safnast saman til að borða skötu eða flykkist í bæinn um kvöldið til að versla síðustu jólagjöfina og njóta stemningarinnar. Hefð hefur einnig skapast fyrir ýmsum tónlistaruppákomum í höfuðborginni á Þorláksmessu. Þannig hélt Bubbi sína árlegu jólatónleika á Nasa á laugardaginn, og Ullarhattarnir hvikuðu hvergi frá átta ára gömlum sið og tróðu upp á Hótel Borg. Köntrísveit Baggalúts blés hins vegar til veislu í Iðnó, en Rás 2 útvarpaði tónleikum þeirra beint. Margt var um manninn á Nasa, og meðal annars mátti sjá fríðustu mæðgur landsins, Unni Birnu Vilhjálmsdóttur og Unni Steinsson, í áheyrendahópnum. . Baggalútur spilaði lög af plötunum Pabbi þarf að vinna, Aparnir í Eden og nýja jóladisknum Jól og blíða, í Iðnó á Þorláksmessu. . Þeir sem ekki komust fyrir í Iðnó, eða voru fjarri góðu gamni í miðbænum gátu notið tónleikanna í beinni útsendingu á Rás 2. . Eyjólfur Kristjánsson, Stefán Hilmarsson, Jón Ólafsson, Friðrik Sturluson og Jóhann Hjörleifsson hafa haldið Þorláksmessutónleika undir nafninu Ullarhattarnir í mörg ár. . Jón Ólafsson skartaði dýrindis ullarhúfu í tilefni dagsins, en hljómsveitin Ullarhattarnir kemur aldrei fram nema á Þorláksmessu. . Eyjólfur Kristjánsson sagði að ekki hefði staðið til að halda Ullarhattatónleika í ár, en þeir sáu sig tilneydda til að halda í hefðirnar vegna fjölda kvartana. .
Mest lesið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Halla á hátíðarsýningu Attenborough Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira