Bubbi syngur með ungum rappara 28. desember 2006 09:30 Rapparinn Sævar Daníel kallar sig Poetrix og gefur út fyrstu plötu sína á næsta ári. MYND/Vilhelm „Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið þannig til að hann hafi falast eftir búti úr einu laga hans til að nota á plötunni. Þegar hann leyfði Bubba að heyra útkomuna leist honum svo vel á rapparann unga að hann stakk upp á því að þeir ynnu meira saman. „Bubbi hefur aðallega verið eitthvað að væla um ástina síðustu ár en ég held að ég hafi náð honum í rétta gírnum í þessu lagi. Hann sýndi að hann hefur þetta enn þá," segir Sævar sem er 21 árs. Hann býst við því að plata sín komi út í mars eða apríl á næsta ári. Bubbi syngur í einu lagi hjá rapparanum Poetrix. Hann freistaðist ekki til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. Bubbi var ánægður með samstarf sitt og Sævars þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta er klár strákur sem er að gera flotta hluti. Það er ekki oft sem nýliðar koma upp og eru svona pólitískir, meðvitaðir og vilja tjá sig um hlutina í kringum sig," segir Bubbi og þylur upp frasa frá rapparanum Poetrix. Bubbi segir að hann hafi ekki freistast til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. „Nei, enda er hann alveg fullfær um það sjálfur." Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Hann sýndi á sér skemmtilega hlið, það er engin spurning. Ég er allavega ánægður með útkomuna og býst við að þetta eigi eftir að vekja nokkra athygli," segir Sævar Daníel Kolandavelu, rapparinn Poetrix, sem fékk sjálfan Bubba Morthens til að syngja í einu lagi á væntanlegri plötu sinni. Sævar segir að samstarf hans og Bubba hafi komið þannig til að hann hafi falast eftir búti úr einu laga hans til að nota á plötunni. Þegar hann leyfði Bubba að heyra útkomuna leist honum svo vel á rapparann unga að hann stakk upp á því að þeir ynnu meira saman. „Bubbi hefur aðallega verið eitthvað að væla um ástina síðustu ár en ég held að ég hafi náð honum í rétta gírnum í þessu lagi. Hann sýndi að hann hefur þetta enn þá," segir Sævar sem er 21 árs. Hann býst við því að plata sín komi út í mars eða apríl á næsta ári. Bubbi syngur í einu lagi hjá rapparanum Poetrix. Hann freistaðist ekki til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. Bubbi var ánægður með samstarf sitt og Sævars þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til hans. „Þetta er klár strákur sem er að gera flotta hluti. Það er ekki oft sem nýliðar koma upp og eru svona pólitískir, meðvitaðir og vilja tjá sig um hlutina í kringum sig," segir Bubbi og þylur upp frasa frá rapparanum Poetrix. Bubbi segir að hann hafi ekki freistast til að reyna fyrir sér í rappinu sjálfur. „Nei, enda er hann alveg fullfær um það sjálfur."
Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira