Árið 2007 lofar góðu 29. desember 2006 12:00 Thom Yorke og félagar í bresku sveitinni senda frá sér langþráða breiðskífu á næsta ári. 2007 virðist ætla að verða einstaklega spennandi ár í poppheiminum. MYND/Getty Árið er liðið í aldanna skaut eins og gömul klisja segir. Nýtt tónlistarár fer því brátt að hefjast og þess vegna fór Steinþór Helgi Arnsteinsson á stúfana og athugaði komandi útgáfur. Árið 2006 var því miður ár meðalmennskunnar, tónlistarlega séð. Einum of mikið af fínum plötum en sárvantaði allar frábærar plötur. Komandi tónlistarár lítur hins vegar mun betur út á pappírunum. Mikið af stórum útgáfum og heill haugur af sveitum stefna á útgáfu sem spennandi verður að fylgjast með. Strax í janúar er von á nokkrum áhugaverðum plötum, til dæmis með Clap Your Hands Say Yeah, Deerhoof, The Shins, Noruh Jones og nýjustu sveit Damons Albarn, The Good, the Bad and the Queen. Einnig er ekki langt í að ný breiðskífa frá Modest Mouse, We Were Dead Before The Ship Even Sank, líti dagsins ljós en hún átti upphaflega að koma út í byrjun desember.Risar slá frá sérAvril snýr aftur Kanadíska popprokkstelpan Avril Lavigne gefur út aðra plötu sína árið 2007. Hún sló í gegn fyrir nokkrum árum með lögum á borð við Sk8ter Boi.Stóru nöfnin í bransanum huga að útgáfu á árinu eins og áður. Bæði Metallica, Velvet Revolver og Green Day hafa sagt í nýlegum viðtölum að sveitirnar væru á leið í upptökuverið og ekki minni nöfn en Avril Lavigne, REM, Black Eyed Peas, 50 Cent, Queens of the Stone Age og Maroon 5 eru víst öll með plötu uppi í erminni. Plötu frá Radiohead hefur verið beðið í einum of langan tíma en hún er loksins væntanleg.Gamlar stjörnur ætla líka að rísa úr dvala árið 2007. The Stooges ætla að gefa út The Weirdness í lok mars, Guns N' Roses koma vonandi loksins plötunni Chinese Democracy út í sama mánuði, Roxy Music stefna á endurkomu, einnig Smashing Pumpkins sem og Portishead og The B-52's og eru það stórtíðindi. Svo má líka minnast á plötu Yoko Ono, Yes, I'm a Witch, sem kemur út í febrúar og hinn stórskrýtni Michael Jackson hefur lengi hótað nýrri plötu.Árslistinn tilbúinn?Meginstraumurinn er langt frá því sá eini sem ætlar sér stóra hluti á árinu. Fjölmargar hljómsveitir sem hafa nær einokað árslista tónlistarrýna undanfarin ár ætla sér að gera slíkt hið sama með nýjustu skífum sínum. Má þar til dæmis nefna ekki minni spámenn en Wolf Parade, Arcade Fire, The Go! Team, Interpol, Architecture in Helsinki, Wilco, Blonde Redhead, Kings of Leon, The Bravery, Spoon, Animal Collective, Shellac og Black Rebel Motorcycle Club. Listi sem gæti litið vel út í ársuppgjörinu.Ekki má heldur gleyma Bretunum en þar ætla Bloc Party, Kaiser Chiefs, Travis og Art Brut að halda uppi heiðri bresks rokks. Nú reyndar nýlega bárust einnig þær fregnir að Coldplay ætlaði að hætta við fyrirhugað frí og ný plata gæti dottið í hús í lok árs.Ísland í stuðiMun erfiðara er hins vegar að spá fyrir um íslenska útgáfu þar sem langflestar plöturnar koma út rétt fyrir jól og eru því í vinnslu á bilinu ágúst til október. Nokkur lykilnöfn hafa heyrst nefnd í þessu samhengi: Mugison, Jakobínarína, Mínus, Apparat Organ Quartet, Ghostigtal og Reykjavík! en frumburður þeirra þótti sá besti á árinu að mati ráðgjafa Fréttablaðsins. Barði Jóhannsson hefur einnig lofað tveimur plötum á árinu. Síðan verður forvitnilegt að fylgjast með hvort eitthvað verður úr íslensku elektróbylgjunni sem var svo áberandi á síðustu Airwaves.Plötur sveita á borð við Sprengjuhöllina og Amiina gætu líka slegið í gegn og miðað við frammistöðu sína á plötu Skúla Sverrissonar, Seríu, gæti frumburður Ólafar Arnalds verið meira en lítið áhugaverður. Önnur stúlka sem gefur góð fyrirheit er Hrund Ósk Árnadóttir sem stelur senunni á jólaplötu Mannakorna sem kom út fyrir þessi jól. Ofangreind umfjöllun er að sjálfsögðu ekki tæmandi upptalning og auðvitað má heldur ekki gleyma öllum nýliðunum sem gætu slegið í gegn. Áhugasömum er þó bent á heimasíðurnar metacritic.com og insound.com en þar má finna lista yfir væntanlegar plötuútgáfur. Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Árið er liðið í aldanna skaut eins og gömul klisja segir. Nýtt tónlistarár fer því brátt að hefjast og þess vegna fór Steinþór Helgi Arnsteinsson á stúfana og athugaði komandi útgáfur. Árið 2006 var því miður ár meðalmennskunnar, tónlistarlega séð. Einum of mikið af fínum plötum en sárvantaði allar frábærar plötur. Komandi tónlistarár lítur hins vegar mun betur út á pappírunum. Mikið af stórum útgáfum og heill haugur af sveitum stefna á útgáfu sem spennandi verður að fylgjast með. Strax í janúar er von á nokkrum áhugaverðum plötum, til dæmis með Clap Your Hands Say Yeah, Deerhoof, The Shins, Noruh Jones og nýjustu sveit Damons Albarn, The Good, the Bad and the Queen. Einnig er ekki langt í að ný breiðskífa frá Modest Mouse, We Were Dead Before The Ship Even Sank, líti dagsins ljós en hún átti upphaflega að koma út í byrjun desember.Risar slá frá sérAvril snýr aftur Kanadíska popprokkstelpan Avril Lavigne gefur út aðra plötu sína árið 2007. Hún sló í gegn fyrir nokkrum árum með lögum á borð við Sk8ter Boi.Stóru nöfnin í bransanum huga að útgáfu á árinu eins og áður. Bæði Metallica, Velvet Revolver og Green Day hafa sagt í nýlegum viðtölum að sveitirnar væru á leið í upptökuverið og ekki minni nöfn en Avril Lavigne, REM, Black Eyed Peas, 50 Cent, Queens of the Stone Age og Maroon 5 eru víst öll með plötu uppi í erminni. Plötu frá Radiohead hefur verið beðið í einum of langan tíma en hún er loksins væntanleg.Gamlar stjörnur ætla líka að rísa úr dvala árið 2007. The Stooges ætla að gefa út The Weirdness í lok mars, Guns N' Roses koma vonandi loksins plötunni Chinese Democracy út í sama mánuði, Roxy Music stefna á endurkomu, einnig Smashing Pumpkins sem og Portishead og The B-52's og eru það stórtíðindi. Svo má líka minnast á plötu Yoko Ono, Yes, I'm a Witch, sem kemur út í febrúar og hinn stórskrýtni Michael Jackson hefur lengi hótað nýrri plötu.Árslistinn tilbúinn?Meginstraumurinn er langt frá því sá eini sem ætlar sér stóra hluti á árinu. Fjölmargar hljómsveitir sem hafa nær einokað árslista tónlistarrýna undanfarin ár ætla sér að gera slíkt hið sama með nýjustu skífum sínum. Má þar til dæmis nefna ekki minni spámenn en Wolf Parade, Arcade Fire, The Go! Team, Interpol, Architecture in Helsinki, Wilco, Blonde Redhead, Kings of Leon, The Bravery, Spoon, Animal Collective, Shellac og Black Rebel Motorcycle Club. Listi sem gæti litið vel út í ársuppgjörinu.Ekki má heldur gleyma Bretunum en þar ætla Bloc Party, Kaiser Chiefs, Travis og Art Brut að halda uppi heiðri bresks rokks. Nú reyndar nýlega bárust einnig þær fregnir að Coldplay ætlaði að hætta við fyrirhugað frí og ný plata gæti dottið í hús í lok árs.Ísland í stuðiMun erfiðara er hins vegar að spá fyrir um íslenska útgáfu þar sem langflestar plöturnar koma út rétt fyrir jól og eru því í vinnslu á bilinu ágúst til október. Nokkur lykilnöfn hafa heyrst nefnd í þessu samhengi: Mugison, Jakobínarína, Mínus, Apparat Organ Quartet, Ghostigtal og Reykjavík! en frumburður þeirra þótti sá besti á árinu að mati ráðgjafa Fréttablaðsins. Barði Jóhannsson hefur einnig lofað tveimur plötum á árinu. Síðan verður forvitnilegt að fylgjast með hvort eitthvað verður úr íslensku elektróbylgjunni sem var svo áberandi á síðustu Airwaves.Plötur sveita á borð við Sprengjuhöllina og Amiina gætu líka slegið í gegn og miðað við frammistöðu sína á plötu Skúla Sverrissonar, Seríu, gæti frumburður Ólafar Arnalds verið meira en lítið áhugaverður. Önnur stúlka sem gefur góð fyrirheit er Hrund Ósk Árnadóttir sem stelur senunni á jólaplötu Mannakorna sem kom út fyrir þessi jól. Ofangreind umfjöllun er að sjálfsögðu ekki tæmandi upptalning og auðvitað má heldur ekki gleyma öllum nýliðunum sem gætu slegið í gegn. Áhugasömum er þó bent á heimasíðurnar metacritic.com og insound.com en þar má finna lista yfir væntanlegar plötuútgáfur.
Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira