Tónlist

Jóhann í 6. sæti árslista

Jóhann Jóhannsson nýjasta plata tónskáldsins er ofarlega á árslista Almost Cool.
Jóhann Jóhannsson nýjasta plata tónskáldsins er ofarlega á árslista Almost Cool.

Plata tónskáldsins Jóhanns Jóhannssonar, IBM 1401 - A User’s Manual, er í 6. sæti á lista heimasíðunnar Almost Cool yfir bestu plötur ársins 2006. Í dómi um plötuna á síðunni segir að tónlist Jóhanns sé „gullfalleg nýklassík og enn eitt stórkostlegt afrek þessa unga tónskálds.“

Jóhann er eini Íslendingurinn sem kemst á einn af árslistum helstu erlendra gagnrýnenda í tónlistarbransanum í ár, en í fyrra komst Sigur Rós ofarlega hjá mörgum með plötu sína Takk og var meðal annars efst á árslista tímaritsins Filter.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Viðburðir

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.