Innlent

Hefur áhyggjur af vaxandi launamisrétti

Stjórn Verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði lýsir yfir áhyggjum af vaxandi launamisrétti í landinu.Í álytkun sem samþykkt var á fundi hennar segir að biliðaukiststöðugt milli þeirra sem vinna á umsömdum launatöxtum og hinna sem taka laun eftir ákvörðunum stjórna fyrirtækja eða fá laun sín ákvörðuð eftir öðrum leiðum, s.s. kjaradómi eða kjaranefnd.

Efnahagsstefna stjórnvalda geri það að verkum að möguleikar undirstöðuatvinnuvega þjóðarinnar til að greiða mannsæmandi laun farisífellt versnandi. Á meðan spilifjármálafyrirtæki og opinberir aðilar á einhverja allt aðra strengi. Þar þurfiað keppa á "markaðnum" um hæfasta fólkið og litiðtil útlanda þegar svimandi háar launatölur eru réttlættar. Á sama háttséusóttir erlendir verkamenn til að halda niðri launakjörum almenns verkafólks og iðnaðarmanna.

Vaka segir sönginn um hóflegar launakröfur til að viðhalda stöðugleika er orðinnrammfalskan. Alþýðusamband Íslands með Starfsgreinasambandið í forystu hafireynt að halda lagi í hálfan annan áratug en nú hafiþeir betur launuðu gefið skít í samhljóminn og skynsemina.Stjórn Vöku telur að kominn sé tími til telja í nýtt lag, þar sem allir hafi sama takt og taxta/texta," segir að endingu í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×