Samflot bæjarstarfsmannafélaga skorar á fulltrúa á Launamálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður þann 20. janúar næstkomandi að tryggja að sambærileg og jafnverðmæt störf verði launuð á sama hátt, óháð kynferði eða búsetu þess er starfinu gegnir. Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á fundi formanna samflotsfélaganna í gær. Fimmtán bæjarstarfsmannafélög eiga aðild að Samflotinu.
Skorað á fulltrúa á Launamálaráðstefnu
