Danir dæmdir fyrir mannréttindabrot 12. janúar 2006 20:00 Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira
Danskur herforingi og fjórir danskir hermenn voru í dag fundnir sekir um að hafa brotið mannréttindi við yfirheyrslur á föngum í Írak í fyrra. Refsingu yfir þeim var hins vegar frestað, þar sem þeir höfðu ekki fengið nægilega skýr fyrirmæli um hvað væri leyfilegt við yfirheyrslur. Annemette Hommel, höfuðsmaður í danska hernum, sem hér sést ganga að héraðsdómi Kaupmannahafnar í dag, var fundin sek um að hafa, ásamt fjórum undirmönnum sínum, gerst sek um að niðurlægja fangana með ýmsu móti. Bæði hefðu þau notað um þá niðrandi orð og látið þá krjúpa í óþægilegum stellingum í langan tíma. Hins vegar voru þau sýknuð af nokkrum öðrum ákærum, meðal annars að hafa neitað föngum um vatn. "Ég er mjög glöð og hamingjusöm með þá hluta málsins þar sem ég var sýknuð," sagði Hommel eftir að dómurinn var fallinn. "Mér finnst dómstóllinn hafa beitt óþarflega mikilli hörku í hinum þáttum málsins. Það get ég ekki sætt mig við. Ég mun óska eftir þvví við Hæstarétt að hann taki málið upp og við lögmaður minn höfum ákveðið að mæla með því við Hæstarétt að ég verði sýknuð. Það er ekkert ákveðið enn sem komið er." Atburðirnir áttu sér stað í danskri herstöð í borginni Basra í suðurhluta Íraks í mars á síðasta ári. Þar sem Hommel hafði ekki fengið skýr fyrirmæli um hvað mætti og hvað mætti ekki við yfirheyrslurnar, var ekki kveðin upp refsing yfir sakborningunum. sagði í dómnum að Hommel hefði ítrekað beðið um að fá slík fyrirmæli, en án árangurs. Málið hefur vakið mikla athygli í Danmörku, enda er um að ræða fyrsta dómsmálið sem tengist dönskum hermönnum í Írak, síðan ráðist var inn í landið í mars árið 2003.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Fleiri fréttir Páfinn sendir frá sér tilkynningu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu Sjá meira