Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið 18. janúar 2006 15:55 Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira
Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fallast á vikulangt gæsluvarðhald yfir fjórða einstaklingnum Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum Sjá meira