Átök um norræna vinnumarkaðsmódelið 18. janúar 2006 15:55 Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Hætta er á að norræna vinnumarkaðsmódelið verði fyrir bí ef Evrópudómstóllinn úrskurðar sænskum stéttarfélögum í óhag í svo kölluðu Laval-máli sem brátt verður tekið fyrir hjá dómnum. Forsvarsmenn stéttarfélaga á Norðurlöndum óttast félagsleg undirboð verði dómurinn þeim óhagstæður og hafa leitað liðsinnis ríkisstjórna landanna til að reyna að varðveita norræna vinnumarkaðskerfið. Upphaf málsins má rekja til deilu milli lettneska verktakafyrirtækisins Laval, sem er með útibú í Svíþjóð, og sænskra verkalýðssambanda vegna verkefnis sem fyrirtækið fékk árið 2004 í Svíþjóð. Stokkhólm. Laval neitaði að gera sænskan kjarasamning þar sem fyrirtækið hafði samið við byggingarverkamenn í Lettlandi og þá gripu verkalýðsfélögin til þess að hindra vinnu við skólann. Laval sagði félögin hins vegar brjóta reglur Evrópusambandsins um frjálst flæði þjónustu og var málinu á endanum vísað til Evrópudómstólsins. Hann á að taka afstöðu til þess hvort stéttarfélögin hafi rétt til þess að krefjast þess að gerðir séu kjarasamningar um þau störf sem unnin eru í heimalöndum þeirra og hvort stéttarfélögin hafi rétt til að grípa til aðgerða ef slíkir samningar eru ekki gerðir. Því snýst deilan um það hvort Evrópusambandið eða aðildarríkin sjálf hafi forræði um að ákvarða reglur á vinnumarkaði sínum. Fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar hér á landi kynnntu sjónarmið norrænna stéttarfélaga í málinu í dag ásamt framkvæmdastjóra norræna bygginga- og tréiðnaðarsambandsins, Sam Hegglund. Hann segir að efnislega sé tekist á um réttinn til þess að grípa til aðgerða gegn félagslegum undirboðum. En hvað gerist ef málið fellur Laval í vil. "Ég vona að svo verði ekki," segir Heggland, "en þá verða þjóðirnar hver í sínu landi að hugleiða vel hvernig þær eigi að verjast félagslegum undirboðum eins og við köllum það. Við viljum ekki að grafið verði smám saman undan velferðarkerfinu, sem við höfum byggt upp, heldur standa vörð um þann árangur sem náðst hefur. Þá yrði staðan þannig að við yrðum að fara yfir kerfið okkar, löggjöfina og hlutverk aðila vinnumarkaðarins, en ég vil ekki þurfa að hugsa um hvað gerist þá." Verkalýðsleiðtogarnir segja að það sé samstaða meðal norrænu ríkisstjórnanna að halda í norræna kerfið og að sú danska hafi þegar sent inn álit til Evrópudómstólsins vegna málsins. Vonast er til að íslensk stjórnvöld geri það líka en frestur til þess rennur út 26. janúar næstkomandi.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira