Plís, allt nema flís! 19. janúar 2006 21:39 Það eru prófkjör víða um land, en maður er ekki að upplifa neina æðislega spennu. Hefur ekki beint á tilfinningunni að mikilla breytinga sé að vænta eftir kosningar. Flestallt í rekstri sveitarfélaga er niðurneglt og lítt hægt að hreyfa við því; gamlir meirihlutar eru líklegir til að halda á flestum stærstu stöðunum. Það er heldur enginn ofsalegur áhugi á flokkapólitík þessa dagana. Samt er auðvitað pínu forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir koma út. Framsókn rær lífróður í Reykjavík, það er spurt hvort VG nái loks að framlengja gott gengi í skoðanakönnunum fram yfir kosningar, hvort Samfylkingin nái að rífa sig upp úr doðanum, og svo er auðvitað stóra spurningin - vinnur Sjálfstæðisflokkurinn borgina? Það veltur á að miklu leyti á Samfylkingunni. Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki meirihluta þarf hún að fá vel yfir 30 prósenta fylgi. Miklu skiptir fyrir flokkinn hvernig tekst til í prófkjörinu eftir þrjár vikur. Enn virðist ekki vera sérlega mikil stemming kringum það - svona ef miðað er við prófkjör Sjálfstæðisflokksins í nóvember. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um hvert þeirra er líklegast til sigurs, Steinunn Valdís, Dagur B. eða Stefán Jón. Hins vegar hitti ég sjálfstæðismann um daginn sem sagði að þeir óttuðust lækninn mest. Það gæti jafnvel verið meira í húfi. Ef Dagur sigrar er ekki ólíklegt að fram sé kominn framtíðarleiðtogi fyrir flokkinn - að minnsta kosti sér maður ekki að aðrir séu líklegri. --- --- --- Svo er það umræðan um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og konurnar. Menn eru að velta fyrir sér hvort listinn eins og hann lítur út sé "sigurstranglegur" eða "sölulegur". Staðreyndin er samt sú að sjálfstæðismenn í Garðabæ gætu stillt kókkassa eða kartöflupoka upp í fyrsta sætið og haft auðveldan sigur. Þannig er nú hið pólitíska landslag í Garðabænum. --- --- --- Hvaða hugmynd hefur stjórnarandstaðan um Ríkisútvarpið aðra en að þráast við - leita í ofboði að afstöðu sem er andstæð ríkisstjórninni? Það eru ansi sterk rök sem mæla með hlutafélagavæðingu RÚV - þ.e. ef menn vilja að stofnunin dafni. Hún ætti að verða sjálfstæðari, óháðari ríkisvaldinu, fjárhagslega sterkari. Það er heldur enginn vilji fyrir að einkavæða RÚV - það er bábilja að segja að hlutafélagavæðingin sé fyrsta skrefið í þá átt. Líklega hafa sjaldan verið minni undirtektir við því að selja RÚV og einmitt nú. Hvað óttast stjórnarandstaðan þá? Að verið sé að veikja RÚV - sem ekkert bendir til - eða kannski að öðrum fjölmiðlum verði troðið um tær með nýju rekstrarformi? Í því tilviki væri eðlilegast að leggja til að RÚV verði bannað að hafa tekjur af auglýsingum. Það er hins vegar tillaga sem lítur tæplega dagsins ljós á sama tíma og allir einkafjölmiðlarnir eru að færast í eigu stórra auðfyrirtækja. Varla neinn þingmaður mun leggja til að Baugi - nú eða nýjum eigendum Símans og Morgunblaðsins - verði færðir meiri peningar. En maður bíður eftir vitrænni afstöðu stjórnarandstöðunnar - einhverju sem felst í öðru en að neita að sitja í nefnd, heimta einhverja pappíra og komast kannski að því seint og um síðir að hugmyndin um sameignarfélag í eigu ríkisins, sem var hlegið sem mest að í fyrra, hafi þrátt fyrir allt verið ágæt. --- --- --- Allt í lagi með skólafatnað, það gæti gengið, en ég tek undir með skólastelpunum sem ég sá í einhverjum fjölmiðli um daginn - fyrir alla muni ekki rauðar flíspeysur! Plís! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun
Það eru prófkjör víða um land, en maður er ekki að upplifa neina æðislega spennu. Hefur ekki beint á tilfinningunni að mikilla breytinga sé að vænta eftir kosningar. Flestallt í rekstri sveitarfélaga er niðurneglt og lítt hægt að hreyfa við því; gamlir meirihlutar eru líklegir til að halda á flestum stærstu stöðunum. Það er heldur enginn ofsalegur áhugi á flokkapólitík þessa dagana. Samt er auðvitað pínu forvitnilegt að sjá hvernig flokkarnir koma út. Framsókn rær lífróður í Reykjavík, það er spurt hvort VG nái loks að framlengja gott gengi í skoðanakönnunum fram yfir kosningar, hvort Samfylkingin nái að rífa sig upp úr doðanum, og svo er auðvitað stóra spurningin - vinnur Sjálfstæðisflokkurinn borgina? Það veltur á að miklu leyti á Samfylkingunni. Til að Sjálfstæðisflokkurinn nái ekki meirihluta þarf hún að fá vel yfir 30 prósenta fylgi. Miklu skiptir fyrir flokkinn hvernig tekst til í prófkjörinu eftir þrjár vikur. Enn virðist ekki vera sérlega mikil stemming kringum það - svona ef miðað er við prófkjör Sjálfstæðisflokksins í nóvember. Sjálfur hef ég ekki hugmynd um hvert þeirra er líklegast til sigurs, Steinunn Valdís, Dagur B. eða Stefán Jón. Hins vegar hitti ég sjálfstæðismann um daginn sem sagði að þeir óttuðust lækninn mest. Það gæti jafnvel verið meira í húfi. Ef Dagur sigrar er ekki ólíklegt að fram sé kominn framtíðarleiðtogi fyrir flokkinn - að minnsta kosti sér maður ekki að aðrir séu líklegri. --- --- --- Svo er það umræðan um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ og konurnar. Menn eru að velta fyrir sér hvort listinn eins og hann lítur út sé "sigurstranglegur" eða "sölulegur". Staðreyndin er samt sú að sjálfstæðismenn í Garðabæ gætu stillt kókkassa eða kartöflupoka upp í fyrsta sætið og haft auðveldan sigur. Þannig er nú hið pólitíska landslag í Garðabænum. --- --- --- Hvaða hugmynd hefur stjórnarandstaðan um Ríkisútvarpið aðra en að þráast við - leita í ofboði að afstöðu sem er andstæð ríkisstjórninni? Það eru ansi sterk rök sem mæla með hlutafélagavæðingu RÚV - þ.e. ef menn vilja að stofnunin dafni. Hún ætti að verða sjálfstæðari, óháðari ríkisvaldinu, fjárhagslega sterkari. Það er heldur enginn vilji fyrir að einkavæða RÚV - það er bábilja að segja að hlutafélagavæðingin sé fyrsta skrefið í þá átt. Líklega hafa sjaldan verið minni undirtektir við því að selja RÚV og einmitt nú. Hvað óttast stjórnarandstaðan þá? Að verið sé að veikja RÚV - sem ekkert bendir til - eða kannski að öðrum fjölmiðlum verði troðið um tær með nýju rekstrarformi? Í því tilviki væri eðlilegast að leggja til að RÚV verði bannað að hafa tekjur af auglýsingum. Það er hins vegar tillaga sem lítur tæplega dagsins ljós á sama tíma og allir einkafjölmiðlarnir eru að færast í eigu stórra auðfyrirtækja. Varla neinn þingmaður mun leggja til að Baugi - nú eða nýjum eigendum Símans og Morgunblaðsins - verði færðir meiri peningar. En maður bíður eftir vitrænni afstöðu stjórnarandstöðunnar - einhverju sem felst í öðru en að neita að sitja í nefnd, heimta einhverja pappíra og komast kannski að því seint og um síðir að hugmyndin um sameignarfélag í eigu ríkisins, sem var hlegið sem mest að í fyrra, hafi þrátt fyrir allt verið ágæt. --- --- --- Allt í lagi með skólafatnað, það gæti gengið, en ég tek undir með skólastelpunum sem ég sá í einhverjum fjölmiðli um daginn - fyrir alla muni ekki rauðar flíspeysur! Plís!