Samtök sjálfstæðra skóla hafa undirritað fyrsta kjarasamning sinn við Eflingu fyrir hönd um 170 Eflingarfélaga sem vinna í einkareknum leik- og grunnskólum í Reykjavík.
Samningurinn færir starfsfólkinu sambærileg kjör og samið var um við ófaglærða starfsmenn á leikskólum borgarinnar fyrir jól.