Innlent

Bílanaust kaupir Olíufélagið

MYND/Heiða Helgadóttir

Núverandi hluthafar og stjórnendur Bílanausts, ásamt öðrum fjárfestum, hafa keypt allt hlutafé í Olíufélaginu fyrir hátt í 20 milljarða króna. Með í kaupunum er eignarhluti Olíufélagsins í Olíudreifingu, þjónustustöðvar og flestar aðrar fasteignir í rekstri Olíufélagsins. Olíufélagið og Bilanaust verða í eigu nýs eignarhaldsfélags og verður velta þess á árinu 2006 um 26 milljarðar króna. Íslandsbanki hafði umsjón með söluferlinu. Hinir nýju eigendur skilja fjárfestingarfélagið Ker eftir með hugsanlegar sektargreiðslur vegna samráðs olíufélaganna um verðlagningu.

Í fréttatilkynningu segir að Hermann Guðmundsson, verði framkvæmdastjóri nýja eignarhaldsfélagsins ásamt því að gegna starfi framkvæmdastjóra Bílanausts. Gert er ráð fyrir að fljótlega verði ráðinn nýr forstjóri til Olíufélagsins en Hjörleifur Jakobsson, núverandi forstjóri, starfar fyrst um sinn með nýjum eigendum en snýr sér síðan að öðrum verkefnum í samstarfi við fyrrverandi eigendur Olíufélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×