Prófkjör skerpa hugann 8. febrúar 2006 19:59 Prófkjör mega eiga það að þau skerpa huga stjórnmálamanna, þeir verða voða næmir meðan þau standa yfir. Kjartan Valgarðsson, frambjóðandi hjá Samfylkingunni, hefur fengið mág sinn Hallgrím Helgason til að teikna þessa útfærslu á Klambratúni. Börnin eiga að geta leikið sér meðan foreldrarnir spjalla yfir kaffibolla. Kjartan hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að túnið sé skelfing eyðilegt. Í bók sem heitir Borg og náttúra og kom út árið 2000 skrifaði Trausti Valsson um hin vannýttu grænu svæði í Reykjavík. Hugmynd hans var að tengja þau betur við byggðina með því að byggja meira umhverfis þau, líkti þessu við eins konar tennur sem gengu inn á grænu svæðin - þá yrði staður eins og Klambratún ekki lengur eins og eyðimörk, umkringd umferðarmannvirkjum á alla vegu heldur myndaðist tenging við byggðina í kring. En fyrst við erum að tala um græn svæði er rétt að minna enn einu sinni á hugmynd Hafns Gunnlaugssonar um flutning Árbæjarsafns niður í Hljómskálagarð. Hrafn var að gefa myndina sína Reykjavík í öðru ljósi út á mynddiski. Í myndrænni útfærslu hans sér maður hvað þetta er gráupplagt. Það vantar bara stjórnmálamenn með vilja og getu. --- --- --- Skítt með hver eignar sér frumvarp um dreifiveitur. Það skiptir afar litlu fyrir fólkið í þessu landi hvort málið kemur frá Merði Árnasyni eða einhverjum öðrum. Þetta er mjög brýnt málefni. Dreifiveiturnar eru alveg nýr veruleiki í fjölmiðlum. Í gegnum þær er hægt að ná tangarhaldi á neytendum (því í huga þeirra sem selja þessa þjónustu eru borgararnir fyrst og fremst neytendur). Þarna eru hægt og bítandi að renna saman sjónvarp, internetþjónusta, sími, auglýsingar, verslun í gegnum þessa miðla, heimsendingar jafnvel - allt sem nöfnum tjáir að nefna. Tækifærin til að stýra neyslunni eru óteljandi. Það er ekki furða að Rupert Murdoch líti framtíð fjölmiðlunar björtum augum og sjái ótal tækifæri, ekki síst í gagnvirkninni. Því þarf að passa vel upp á fjölbreytnina, að einn eða fáir aðilar aðili sitji ekki að dreifiveitunum og leyfi ekki öðrum að komast að. Þetta er sá veruleiki sem blasir við núna. Því miður komust þessar pælingar ekki að á tíma stóra fjölmiðlamálsins, umræðan þá var náttúrlega svo ómálefnaleg sem mest má verða. En þetta snýst um miklu meira en hver hafi aðgang að enska boltanum. --- --- --- Þegar ég var í blaðamannaskóla í París fyrir mörgum var mikið rætt um plagg sem nefndist New Information Order, nýja skipun upplýsingamála í heiminum. Þetta var skýrsla á vegum einhverrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna og var mælst til þess að blaðamenn um allan heim tileinkuðu sér þessar hugmyndir. Mörgum félögum mínum var mjög heitt í hamsi yfir þessu. Þarna var gert ráð fyrir að það sem ætti við í blaðamennsku á Vesturlöndum passaði ekki endilega í Þriðja heiminum. Í umfjöllun um hann þyrfti að sýna sérstaka nærfærni - maður átti að skilja að aðrar mælistikur giltu um blaðamennsku þar. Þegar maður skoðaði nánar var þetta í rauninni ákall um ritskoðun og dekur við harðstjóra. --- --- --- Bílaiðnaðurinn var eitt sinn stolt Bandaríkjanna. Samkvæmt grein í Guardian virðist hann vera svo gott sem dauður, Bandaríkjamenn eru hættir að elska bílana sína. Jeppaakandi Íslendingar eru of fáir til að halda þessu uppi. --- --- --- Ögmundur Jónasson er með ágæta umfjöllun um fáránleg laun bankastjóra Landsbankans, spillinguna í kringum einkavæðingu ríkisbankanna og um bráðsnjalla ljósmynd sem fangar algjörlega delluna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Prófkjör mega eiga það að þau skerpa huga stjórnmálamanna, þeir verða voða næmir meðan þau standa yfir. Kjartan Valgarðsson, frambjóðandi hjá Samfylkingunni, hefur fengið mág sinn Hallgrím Helgason til að teikna þessa útfærslu á Klambratúni. Börnin eiga að geta leikið sér meðan foreldrarnir spjalla yfir kaffibolla. Kjartan hefur rétt fyrir sér þegar hann segir að túnið sé skelfing eyðilegt. Í bók sem heitir Borg og náttúra og kom út árið 2000 skrifaði Trausti Valsson um hin vannýttu grænu svæði í Reykjavík. Hugmynd hans var að tengja þau betur við byggðina með því að byggja meira umhverfis þau, líkti þessu við eins konar tennur sem gengu inn á grænu svæðin - þá yrði staður eins og Klambratún ekki lengur eins og eyðimörk, umkringd umferðarmannvirkjum á alla vegu heldur myndaðist tenging við byggðina í kring. En fyrst við erum að tala um græn svæði er rétt að minna enn einu sinni á hugmynd Hafns Gunnlaugssonar um flutning Árbæjarsafns niður í Hljómskálagarð. Hrafn var að gefa myndina sína Reykjavík í öðru ljósi út á mynddiski. Í myndrænni útfærslu hans sér maður hvað þetta er gráupplagt. Það vantar bara stjórnmálamenn með vilja og getu. --- --- --- Skítt með hver eignar sér frumvarp um dreifiveitur. Það skiptir afar litlu fyrir fólkið í þessu landi hvort málið kemur frá Merði Árnasyni eða einhverjum öðrum. Þetta er mjög brýnt málefni. Dreifiveiturnar eru alveg nýr veruleiki í fjölmiðlum. Í gegnum þær er hægt að ná tangarhaldi á neytendum (því í huga þeirra sem selja þessa þjónustu eru borgararnir fyrst og fremst neytendur). Þarna eru hægt og bítandi að renna saman sjónvarp, internetþjónusta, sími, auglýsingar, verslun í gegnum þessa miðla, heimsendingar jafnvel - allt sem nöfnum tjáir að nefna. Tækifærin til að stýra neyslunni eru óteljandi. Það er ekki furða að Rupert Murdoch líti framtíð fjölmiðlunar björtum augum og sjái ótal tækifæri, ekki síst í gagnvirkninni. Því þarf að passa vel upp á fjölbreytnina, að einn eða fáir aðilar aðili sitji ekki að dreifiveitunum og leyfi ekki öðrum að komast að. Þetta er sá veruleiki sem blasir við núna. Því miður komust þessar pælingar ekki að á tíma stóra fjölmiðlamálsins, umræðan þá var náttúrlega svo ómálefnaleg sem mest má verða. En þetta snýst um miklu meira en hver hafi aðgang að enska boltanum. --- --- --- Þegar ég var í blaðamannaskóla í París fyrir mörgum var mikið rætt um plagg sem nefndist New Information Order, nýja skipun upplýsingamála í heiminum. Þetta var skýrsla á vegum einhverrar stofnunar Sameinuðu þjóðanna og var mælst til þess að blaðamenn um allan heim tileinkuðu sér þessar hugmyndir. Mörgum félögum mínum var mjög heitt í hamsi yfir þessu. Þarna var gert ráð fyrir að það sem ætti við í blaðamennsku á Vesturlöndum passaði ekki endilega í Þriðja heiminum. Í umfjöllun um hann þyrfti að sýna sérstaka nærfærni - maður átti að skilja að aðrar mælistikur giltu um blaðamennsku þar. Þegar maður skoðaði nánar var þetta í rauninni ákall um ritskoðun og dekur við harðstjóra. --- --- --- Bílaiðnaðurinn var eitt sinn stolt Bandaríkjanna. Samkvæmt grein í Guardian virðist hann vera svo gott sem dauður, Bandaríkjamenn eru hættir að elska bílana sína. Jeppaakandi Íslendingar eru of fáir til að halda þessu uppi. --- --- --- Ögmundur Jónasson er með ágæta umfjöllun um fáránleg laun bankastjóra Landsbankans, spillinguna í kringum einkavæðingu ríkisbankanna og um bráðsnjalla ljósmynd sem fangar algjörlega delluna.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun