Hægri grænir? 10. febrúar 2006 12:34 Það mætti jafnvel álykta sem svo að viðskiptalífið - big business - á Íslandi sé að rísa upp gegn álvæðingunni. Að baráttan gegn henni hætti að vera í höndum þeirra sem í Ameríku nefnast trjáfaðmarar (tree-huggers), en hefur á Íslandi fremur verið kennt við lopa og fjallagrös. Fyrst stígur fram Ágúst í Bakkavör og gagnrýnir stóriðjustefnuna - svo kemur Hreiðar Már í KB banka og segist ekki átta sig á arðsemi álsins. Framsókn hefur tekið eindregna stefnu í þá átt að gera stóriðjuna að kosningamáli á næsta ári en nú er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér til að fylgja á eftir. Maður verður var við titring á þeim bæ. Kannski er að komast í tísku að vera hægri sinnaður og grænn - samanber David Cameron í Bretlandi. Kannski þykir bráðum fínt að vera á móti áli - líka á Oliver og Rex. Á tíma deilnanna um Kárahnjúka vissi maður að margir markaðshyggjumenn voru fullir af efasemdum. Tryggð þeirra við Sjálfstæðisflokkinn var hins vegar slík að fæstir þeirra töluðu opinberlega. Maður saknaði sjónarmiða þeirra mikið í umræðunni. Hún var marklausari og einhæfari fyrir vikið. Af einhverjum ástæðum finnst manni eins og nú séu menn á hægri vængnum ekki jafn hræddir við að tjá sig. Annars upplýsir Guðmundur Magnússon á vef sínum að Sigurður Jóhannesson hagfræðingur hafi verið rekinn frá Samtökum atvinnulífsins á sínum tíma vegna skoðana sinna á Kárahnjúkavirkun. --- --- --- Í Bretlandi stendur yfir lögreglurannsókn á einum helsta leiðtoga múslima, Sir Iqbal Sacranie, vegna þess að hann sagði í sjónvarpþætti að samkynhneigð væri "óásættanleg", "ósiðleg" og að hjónabönd samkynhneigðra grafi undan samfélaginu. En á sama tíma er breska ríkisstjórnin að reyna að koma í gegn lögum þar sem er bannað að gagnrýna trúarbrögð, meðal annars trú Sir Iqbals. Hængurinn er bara sá að íslam fordæmir samkynhneigð alveg ótvírætt; Sir Iqbal þykir meira að segja hafa tekið midilega til orða miðað við ýmislegt sem stendur í spekimálum (hadith) Múhammeðs. Þar segir meðal annars, í lauslegri endursögn: drepið þann sem gerir það og lika þann sem það er gert við. Sir Iqbal ver sig og segir að í opnu og lýðræðislegu samfélagi megi hann segja skoðanir sínar, líka á samkynhneigð. Hins vegar hefur hann einnig verið þeirrar skoðunar að eigi að beita refsingum gegn þeim sem tala illa um islam. Og hann hefur mótmælt harðlega birtingu jósku skopmyndanna og heimtað afsökunarbeiðni frá Dönum. Þannig rekst hvað á annars horn. --- --- --- Annars verður þetta skopmyndamál stöðugt furðulegra. Nú kemur til dæmis í ljós að myndirnar úr Jótlandspóstinum birtust í víðlesnu blaði, Al Fagr, í Egyptalandi í október. Þá mótmælti enginn. Um það má lesa á þessari egypsku bloggsíðu. --- --- --- Núorðið er rokkmúsík álíka spennandi og endurskoðun eða fluguveiðar. Það er ekkert í rokkinu sem getur gengið fram af manni, hneykslað eða hreyft við manni á nokkurn hátt. Ég horfði á brot af Grammy verðlaununum fyrr í vikunni. Hápunktar kvöldsins voru þegar Paul McCartney og Bruce Springsteen stigu á svið. Þeir eru samanlagt búnir að vera í bransanum í 90 ár. Svo komu hinnar ofboðslega leiðinlegu hljómsveitir U2 og Coldplay, tákngervingar meðalmennskunnar sem einkennir rokkbransann. Verstur er þó Bono, sem eins og Rod Little segir í Spectator, er farinn að líta á sig sem einhvers konar nútíma Kissinger - flýgur stöðugt á milli funda með George Bush og Tony Blair. Á meðan voru Rolling Stones að spila á Superbowl, einni helstu hátíð þjóðlegs íhalds í Bandaríkjunum. Í fyrra varð allt vitlaust á Superbowl vegna þess að glitti í svarta geirvörtu, nú var passað að hafa smá töf á flutningi Rollinganna. Hún var notuð til að lækka niður í söngnum þegar textarnir urðu pínu dónalegir. Ekki það að Rolling Stones ógni neinum lengur. Þeir eru eina coverbandið í heiminum sem spilar bara lög eftir sjálft sig. --- --- --- Verða börn gáfaðri vegna þess að mæður þeirra neyta lýsis og fiskjar, eða verða þau gáfaðari vegna þess að mæður sem borða lýsi og fisk eru gáfaðari? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það mætti jafnvel álykta sem svo að viðskiptalífið - big business - á Íslandi sé að rísa upp gegn álvæðingunni. Að baráttan gegn henni hætti að vera í höndum þeirra sem í Ameríku nefnast trjáfaðmarar (tree-huggers), en hefur á Íslandi fremur verið kennt við lopa og fjallagrös. Fyrst stígur fram Ágúst í Bakkavör og gagnrýnir stóriðjustefnuna - svo kemur Hreiðar Már í KB banka og segist ekki átta sig á arðsemi álsins. Framsókn hefur tekið eindregna stefnu í þá átt að gera stóriðjuna að kosningamáli á næsta ári en nú er spurning hvort Sjálfstæðisflokkurinn treystir sér til að fylgja á eftir. Maður verður var við titring á þeim bæ. Kannski er að komast í tísku að vera hægri sinnaður og grænn - samanber David Cameron í Bretlandi. Kannski þykir bráðum fínt að vera á móti áli - líka á Oliver og Rex. Á tíma deilnanna um Kárahnjúka vissi maður að margir markaðshyggjumenn voru fullir af efasemdum. Tryggð þeirra við Sjálfstæðisflokkinn var hins vegar slík að fæstir þeirra töluðu opinberlega. Maður saknaði sjónarmiða þeirra mikið í umræðunni. Hún var marklausari og einhæfari fyrir vikið. Af einhverjum ástæðum finnst manni eins og nú séu menn á hægri vængnum ekki jafn hræddir við að tjá sig. Annars upplýsir Guðmundur Magnússon á vef sínum að Sigurður Jóhannesson hagfræðingur hafi verið rekinn frá Samtökum atvinnulífsins á sínum tíma vegna skoðana sinna á Kárahnjúkavirkun. --- --- --- Í Bretlandi stendur yfir lögreglurannsókn á einum helsta leiðtoga múslima, Sir Iqbal Sacranie, vegna þess að hann sagði í sjónvarpþætti að samkynhneigð væri "óásættanleg", "ósiðleg" og að hjónabönd samkynhneigðra grafi undan samfélaginu. En á sama tíma er breska ríkisstjórnin að reyna að koma í gegn lögum þar sem er bannað að gagnrýna trúarbrögð, meðal annars trú Sir Iqbals. Hængurinn er bara sá að íslam fordæmir samkynhneigð alveg ótvírætt; Sir Iqbal þykir meira að segja hafa tekið midilega til orða miðað við ýmislegt sem stendur í spekimálum (hadith) Múhammeðs. Þar segir meðal annars, í lauslegri endursögn: drepið þann sem gerir það og lika þann sem það er gert við. Sir Iqbal ver sig og segir að í opnu og lýðræðislegu samfélagi megi hann segja skoðanir sínar, líka á samkynhneigð. Hins vegar hefur hann einnig verið þeirrar skoðunar að eigi að beita refsingum gegn þeim sem tala illa um islam. Og hann hefur mótmælt harðlega birtingu jósku skopmyndanna og heimtað afsökunarbeiðni frá Dönum. Þannig rekst hvað á annars horn. --- --- --- Annars verður þetta skopmyndamál stöðugt furðulegra. Nú kemur til dæmis í ljós að myndirnar úr Jótlandspóstinum birtust í víðlesnu blaði, Al Fagr, í Egyptalandi í október. Þá mótmælti enginn. Um það má lesa á þessari egypsku bloggsíðu. --- --- --- Núorðið er rokkmúsík álíka spennandi og endurskoðun eða fluguveiðar. Það er ekkert í rokkinu sem getur gengið fram af manni, hneykslað eða hreyft við manni á nokkurn hátt. Ég horfði á brot af Grammy verðlaununum fyrr í vikunni. Hápunktar kvöldsins voru þegar Paul McCartney og Bruce Springsteen stigu á svið. Þeir eru samanlagt búnir að vera í bransanum í 90 ár. Svo komu hinnar ofboðslega leiðinlegu hljómsveitir U2 og Coldplay, tákngervingar meðalmennskunnar sem einkennir rokkbransann. Verstur er þó Bono, sem eins og Rod Little segir í Spectator, er farinn að líta á sig sem einhvers konar nútíma Kissinger - flýgur stöðugt á milli funda með George Bush og Tony Blair. Á meðan voru Rolling Stones að spila á Superbowl, einni helstu hátíð þjóðlegs íhalds í Bandaríkjunum. Í fyrra varð allt vitlaust á Superbowl vegna þess að glitti í svarta geirvörtu, nú var passað að hafa smá töf á flutningi Rollinganna. Hún var notuð til að lækka niður í söngnum þegar textarnir urðu pínu dónalegir. Ekki það að Rolling Stones ógni neinum lengur. Þeir eru eina coverbandið í heiminum sem spilar bara lög eftir sjálft sig. --- --- --- Verða börn gáfaðri vegna þess að mæður þeirra neyta lýsis og fiskjar, eða verða þau gáfaðari vegna þess að mæður sem borða lýsi og fisk eru gáfaðari?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun