Tónlist

Kaiser Chiefs fékk þrenn verðlaun

MYND/ap
Enska hljómsveitin Kaiser Chiefs fékk þrenn veðlaun á Brit-verðlaunahátíðinni í gærkvöld. Þá fengu Coldplay, James Blunt og Green Day tvenn verðlaun. Björk Guðmundsdóttir var tilnefnd sem besta alþjóðlega tónlistarkonan en Madonna hreppti þau verðlaun. Green Day var valin besta alþjóðlega sveitin og platan American Idiot var valin besta alþjóðlega platan. Þá sagði Chris Martin, forsprakki Coldplay, að hljómsveitin kynni að taka sér frí, en hvenær það yrði og hversu lengi, sagði hann ekkert um.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.