Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja heimild til verkfalls 23. febrúar 2006 22:01 MYND/Hilmar Bragi Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa samþykkt heimild til boðunar verkfalls um allt land þar sem ekkert hefur þokast í samkomulagsátt í kjaraviðræðum þeirra og Launanefndar sveitarfélaganna. Ef af því verður hefst það væntanlega 16. eða 17. mars. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á höfuðborgarsvæðinu hittust á fundi í kvöld til þess að greiða um það atkvæði hvort boða ætti til verkfalls vegna kjaradeilunnar. Hið sama gerðu aðrir atvinnuslökkviliðsmenn á landinu. Þeir segjast orðnir langþreyttir á að ekkert þokist í samkomulagsátt og eru í raun bálillir. Grunnlaun slökkviliðsmanns inn í starfið eru 105 þúsund krónur og hefur launanefnd sveitarfélaganna boðið þeim 28 prósenta hækkun. Það telja þeir ekki nærri nóg. Verðharð Guðnason, formaður samninganefndar slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir að þeir vilji að maður sem starfað hafi í stéttinni í þrjú ár með yfir 1000 tíma í starfsnám ofan á iðnnám eða framhaldsnám og sé með neyðarbílsréttindi, framhaldsnám í sjúkraflutningum og atvinnuslökkviliðsnámskeið hafi nálægt 250 þúsund krónum í laun. Deilunni hefur verið vísað til ríkissáttasemjara en Vernharð segist ekki bjartsýnn á að deilan verði leyst þar. Því sé óskað eftir heimildinni til að boða til verkfalls sem hæfist um miðjan mars. Fyrir fundinn taldi Verðharð næsta víst að til verkfalls yrði boðað. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn geta ekki allir farið í verkfall öryggis borgaranna vegna. Verðharð segir það undirstrika mikilvægi starfa slökkviliðsmanna að þegar þeir séu í verkfalli séu þeir áfram á vakt en þó þannig að þeir sinni eingöngu bráðatilvikum. Svo sé starfandi forvarnadeild hjá slökkviliðinu sem sinni m.a. eldvarnareftirliti og starfsmenn þar fari í verkfall hafi það áhrif á byggingarframkvæmdi og annað þeim tengt. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn íhuga aðrar aðgerðir á næstu dögum en Vernharð segir að það verði að koma í ljós hverjar þær verði.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Sjá meira